Sala á Fiat 500e gengur alls ekki eins vel og ítalski bílaframleiðandinn hafði vonast til og verksmiðjan framleiðir varla helming af framleiðslugetunni. Reiknað hafði verið með að selja 175.000 bíla en aðeins 77.000 seldust í fyrra. Til þess að ná sölumarkmiðum sínum grípur Fíat til þeirrar lausnar að breyta tegundinni í bensínbíl.
Hætta átti framleiðslu Fiat 500 með eldsneytisvélum í júlí og einungis framleiða rafútgáfu hins klassíska Fiat 500e. Vonin var sú, að 500e tæki algjörlega við sölu af bensínútgáfunni. Markaðurinn er þessu hins vegar ósammála og núna verður Fíat að skipta til baka í bensínútgáfuna. Frá þessu greinir Carup.
Vélin sem verður notuð við breytinguna er eins lítra þriggja strokka Firefly vél sem nú er notuð í Fiat Panda og gamla Fiat 500.
Vonast er til að þetta leiði til þess að sölumarkmiðinum um að selja 175.000 bíla náist í Mirafiori verksmiðjunni sem núna gengur bara á hálfum hraða.
Að breyta rafbíl í bíl með eldsneytisvél eru nýmæli og nokkurs konar fingur framan í hamfarahlýnunarpostula og sýnir að venjulegir bílakaupendur eru ekki jafn ginkeyptir fyrir heimsendaspám og græni trúarbragðasöfnuðurinn.