Færri Norðmenn fara í kirkju um páskana

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Trúmál1 Comment

Sífellt færri Norðmenn fara í kirkju um páskana, samkvæmt tölum frá norsku Hagstofunni, Statistisk Sentralbyrå. Árið 2023 fóru um 150.000 Norðmenn í kirkju um páskana samanborið við 200.000 átta árum áður. Árið 2015 fóru um 200.000 Norðmenn í kirkju um páskana. Fækkar kirkjugestum um 3.000 manns á ári. Árið 2019 í Covid-lokunum fóru kirkjuheimsóknir í altgjört  metlágmark: 15.000 manns.

Eftir 2021 fóru fleiri aftur í kirkju um páskana en á milli 2022 og 2023 fækkaði aftur um 4.000 manns. Norðmenn undir 40 ára sækja minnst í kirkju. Andreas Østhus hjá Statistisk Sentralbyrå (SSB), segir í fréttatilkynningu.

„Árið 2023 sóttu um það bil 150.000 manns páskaþjónustu í norsku kirkjunni. Við höfum aldrei áður skráð færri fyrir utan árin 2020 – 2021.“

Ótrúlega mikilvæg hátíð

Þegar á heildina er litið hefur kirkjusókn aukist meðal Norðmanna eftir 2021. Sem dæmi má nefna að jólahefðir eru fastmótaðar í Noregi, þar sem yfir 500.000 heimsóttu kirkju á árunum 2015 til 2019. Fjöldinn er ekki  orðinn jafn mikill og hann var fyrir kórónukreppuna en eykst jafnt og þétt.

Ingrid Vad Nilsen, kirkjuráðsstjóri, telur að minnkandi vinsældir páskaþjónustunnar kunni að stafa af því, hversu margir ferðast á þessum tíma og því erfiðara að skapa „fastar hefðir.“ Samkvæmt forskning.no segir Nilsen:

„Við vitum að jólin eru kristin hátíð og að fólk heimsækir kirkjur í öllum desember mánuði. En við þurfum einnig að koma því á framfæri, hversu mikilvægir páskarnir eru sem hátíð sem er haldin í kirkjunum.“

One Comment on “Færri Norðmenn fara í kirkju um páskana”

  1. Hvað finnst fólki svona mikilvækt og hátíðlegt um páska??

Skildu eftir skilaboð