Gullhringur fannst frá miðöldum með Jesúmynd – eins og nýr

Gústaf SkúlasonErlent, Fornminjar, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Einstaklega vel varðveittur gullhringur með andliti Jesús er einn af nokkrum mjög vel varðveittum minjum sem fundust við fornleifauppgröft í Kalmar, Svíþjóð. Á þeim tveimur árum sem fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í miðbæ Kalmar hafa leifar af hundruðum bygginga, kjallara, gatna, salerni og hversdagslegra muna frá 400 ára tímabili, um 1250–1650, litið dagsins ljós. Uppgröfturinn hefur verið gerður vegna þess að borgin þarf að endurnýja og stækka vatns- og skolplagnir.

Fornleifafræðingar á Sögusafni ríkisins hafa grafið upp hluta af um 50 miðaldalóðum, um tíu götur og hluta af gamla borgarmúrnum í eldri hluta Kalmars. Alls hafa yfir 30.000 hlutir fundist – margir tengjast Kalmarstríðinu 1611. Það er mjög óvenjulegt að svo stór samfelld svæði séu rannsökuð í miðri borg og niðurstaðan er framar öllum væntingum. Magnus Stibéus, verkefnisstjóri hjá félagi fornleifafræðinga lýsir greftrinum:

„Okkur hefur tekist að lyfta lokinu af miðöldum borgarinnar og fengið tækifæri til að kynnast því hvernig fólk lifði, hvað það borðaði og drakk. Fornleifafræðin er eins og kíkir aftur í miðaldasöguna og gerir okkur kleift að læra meira um lífið fyrir nokkrum hundruðum árum.“

Gullhringurinn

Skömmu áður en ljúka átti við gröftinn fannst gullhringurinn með Jesúmyndinni og einnig fallegur glersteinn með innristaðri mynd. Gullhringurinn gæti hafa verið borinn af konu, þar sem hann er frekar lítill. Sumir svipaðir hringir hafa fundist í Norður-Finnlandi, Austur-Gautalandi og Upplandi. Magnús Stibéus segir:

„Það var auðvitað mjög gaman að finna þessa hluti. Gullhringurinn var eins og nýr með Kristsmynd… Líklega var einhver óheppinn og týndi hringnum fyrir 500 árum síðan. Glersteinninn „Alsengem“ var bilaður og gæti hafa verið fleygt.“

Glersteinn með ristaðri rúnmynd.

Skildu eftir skilaboð