Hæsta kirkja heims bráðum fullgerð

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TrúmálLeave a Comment

Hin fræga spænska kirkja La Sagrada Familia verður fullgerð árið 2026. Bygging kirkjunnar hófst fyrir rúmum 140 árum.

Bygging Templo Expiatorio de la Sagrada Familia, eða iðrunarmusteri heilagrar fjölskyldu, hófst árið 1882 í útjaðri Barcelona í Katalóníu. Upprunalegur skapari var Antoni Gaudi, sem lést árið 1926. Þegar hann dó var einungis búið að byggja um 10-15% af kirkjunni. Síðan kom spænska borgarastyrjöldin á þriðja áratug 20. aldar og eyðilagði hluta framkvæmdanna og þær stöðvuðust um tíma.

Árið 1984 komst byggingin á lista UNESCO yfir menningararfleifðheims. Lengi hefur verið óljóst hvenær byggingunni ljúki en var kirkjan vígð árið 2010 af Benedikt XVI páfa.

Hæsta kirkja í heimi

Áætlað er að kirkjan verði með 18 spíralformaða turna, sem hver um sig mun tákna biblíulega persónur – postulana 12, guðspjallamennina 4, Maríu mey og Jesús. Núna hefur verið tilkynnt, að byggingu La Sagrada Familia verði lokið árið 2026, þ.e. hundrað árum eftir að upphaflegi arkitektinn dó. Í fréttatilkynningunni segir:

„Síðasta byggingarstigið hófst þegar guðspjallamannaturninn var fullgerður (nóvember 2023) og nú stendur yfir vinna við upptökukapelluna og turn Jesú Krists. Gert er ráð fyrir að kapella uppstigningar verði fullgerð árið 2025 og turn Jesú Krists árið 2026.“ 

Kirkjan verður 172,5 metrar á hæð og einnig með 17 metra háum krossi. Þetta þýðir að hún verður hæsta kirkja í heimi. Hæsta kirkja í heimi fram að því er  kirkja Ulmer Münster í Þýskalandi með 161,53 metra háum kirkjuturni.

Skildu eftir skilaboð