ESB-þingmaður: Úkraína borgaði fyrir hryðjuverkaárásina í Moskvu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, HryðjuverkLeave a Comment

Hollenski ESB-þingmaðurinn Marcel de Graaff fullyrðir, að Úkraína hafi tekið þátt í fjöldamorðunum í tónleikahöllinni í Crocus í Moskvu í síðustu viku. Dánartölur fjöldamorðsins eru komnar í 144 manns sem aðallega voru tónlistargestir sem ætluðu að hlýða á tónleika um kvöldið. Yfir 300 manns eru særðir og margir berjast fyrir lífum sínum. Dánartölur gætu því hækkað enn frekar.

Marcel de Graaff, þingmaður Evrópuþingsins frá hollenska Frelsisflokknum PVV, segir að hryðjuverkaárásin í Crocus City Hall í síðustu viku hafi verið skipulögð og kostuð af Úkraínu. Að sögn þingmannsins var það gert vegna „goðsagnarinnar um greiddar áróðursherferðir Rússa.“ Marcel de Graaf sagði á X:

„Vegna þess að við verðum að halda áfram að hata þau, því börnin okkar þurfa bráðum að deyja á vígvellinum til að vernda fjárhagslega hagsmuni vestrænu elítunnar.“

Yfirlýsingin kemur á sama tíma og rússneska rannsóknarnefndin greindi frá því á fimmtudag og vitnaði í bráðabirgðaniðurstöður, að hinir grunuðu í hryðjuverkaárásinni í Moskvu í síðustu viku tengdust Úkraínu. Fjöldamorðingjarnir fengu „verulegar fjárhæðir“ frá Úkraínu, að sögn lögreglunnar. Sagt er að „rökstudd sönnunargögn“ liggi fyrir um að fjöldamorðingjunum hafi verið greitt í stafrænum gjaldmiðli frá Úkraínu. Peningarnir voru síðan notaðir til að undirbúa hryðjuverkaárásina.

Áður tengdi Aleksandr Bortnikov, yfirmaður rússnesku alríkisöryggisþjónustunnar (FSB),  árásina við Úkraínu, þar sem opnaður hafði verið „flóttagluggi“ fyrir hryðjuverkamennina til að fara yfir landamærin til Úkraínu. Þar hefði þeim sjálfsagt verið „fagnað sem hetjum“ að sögn Bortnikov. John Kirby, samskiptastjóri Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir öll rússnesk gögn í málinu vera „dellu“ og „áróður.“

 

Skildu eftir skilaboð