Donald Trump segir í viðtali við Israel Hayom, að „Ísrael verði að binda endi á stríðið og koma á friði í Gaza.“ Trump bendir á, að Ísrael hafi tapað miklu fylgi í heiminum. The Hill skrifar um viðtalið og að Trump telji, að Ísrael hafi gert „mjög stór mistök“ með allri eyðileggingunni í Gaza.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varar við því í einkaviðtali við Israel Hayom, að Ísrael sé að eyðileggja orðspor sitt í heiminum. Samkvæmt Trump verða Ísraelar að „ljúka við“ stríðið og hætta því. Orðstír landsins er nefnilega „í rúst eins og er.“ Heimurinn „snýr baki við Ísrael sem sé engan veginn gott fyrir landið.“ Trump segir:
„Við verðum að koma á friði, það er ekki hægt að halda svona áfram. Ísrael verður að fara að öllu varlega, því landið er að tapa stuðningi heimsins. Þið tapið miklum stuðningi, þið verðið að hætta, þið verðið að binda endi á stríðið. Þið verðið að snúa til friðar, snúa aftur til eðlilegs lífs fyrir Ísrael og alla aðra.“
Donald Trump fær spurninguna um, hvernig hann muni vinna gegn auknu gyðingahatri og hann telur að svarið megi tengja viðbrögðum Ísraels í Gaza. Í frétt New York Post segir Trump, að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023 hafi verið „eitt það sorglegasta sem hann hafi séð á ævinni.“ Samtímis telur Trump að myndir frá sundursprengdum húsum á Gaza muni ekki bæta ímynd Ísraels:
„Myndskeið með hreyfanlegum myndum af sprengjum sem varpað er á byggingar á Gaza eru hryllilegar. Það er mjög slæm ímynd fyrir heiminn.“
Heyra má Trump ræða við blaðamenn Israel Hayom á myndskeiðinu hér að neðan:
One Comment on “Trump vill að Ísrael bindi endi á stríðið og komi á friði”
Við viljum ekki frið,,,, .. hvað haldiði að verði um bréfoi okkar ???