Hryðjuverkaógnir gegn kirkjum um páskana

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, HryðjuverkLeave a Comment

Í aðdraganda páska og í kjölfar nýlegrar hryðjuverkaárásar íslamskra böðla í Moskvu hafa margir uppfært hættu af hryðjuverkum í Evrópu. Auk messuhalds um páskana eru einnig stærri viðburðir fram undan – til dæmis Eurovision í maí í Malmö.

Að minnsta kosti 144 voru myrtir í hryðjuverkaárásinni í tónleikahöllinni Crocus fyrir utan Moskvu. Í Frakklandi hefur hættu vegna hryðjuverka verið uppfærð í hæsta stig og í Þýskalandi er hættustigið orðið „brýn hætta.“ Á Ítalíu og Noregi mun vopnuð lögregla vera við eftirlit um páskana.

Í Svíþjóð eru kirkjunnar menn viðbúnir. Páskarnir eru auk jólanna sá tími sem flestir sækja kirkju. Yfirmaður borgaralegs viðbúnaðar hjá sænsku kirkjunni, Lisa-Gun Bernerstedt, segir í samtali við SvD, að engar upplýsingar liggi fyrir um yfirvofandi hættu gegn sænsku kirkjunni en öll trúarfélög ættu samt að vera á varðbergi:

„Ljóst er að með auknu hættustigi hefur undirbúningur og vitundarvakning aukist. Það er mikilvægt að leggja mat ád hvern þann atburð sem safnar fjölda fólks. Kirkjan verður áfram opin sem staður nærveru, trausts og vonar.“

Eurovision í Malmö

4.-11. maí verður Eurovision í fjölmenningarlegustu og íslamavæddustu borg Svíþjóðar, Malmö. Borgaryfirvöld og lögreglan vinna ötullega að öryggismálum. Að sögn lögreglunnar er búist við 100.000 manns til borgarinnar á meðan sönglagakeppnin stendur yfir. Nils Norling, talsmaður Eurovision í Malmö segir:

„Þó að það sem gerðist í Moskvu sé fáheyrilegt, þá hefur það ekki bein áhrif á undirbúning okkar fyrir Eurovision. En það er ljóst, að við fylgjumst mjög vel með öllu sem gerist í umheiminum. Ef það skapar atburðarás sem á einhvern hátt hefur áhrif á öryggi Svíþjóðar, þá munum við skoða það sérstaklega.“

Norskar kirkjur hugsanleg skotmörk

Í Noregi varar öryggislögreglan við því, að kirkjur og kristnir söfnuðir geti orðið skotmark hryðjuverka um páskana.

Lögreglan, sem venjulega er óvopnuð í Noregi, hefur fengið leyfi til að bera vopn yfir hátíðisdagana.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð