Mikil matarsóun samtímis og margir svelta

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, MatvæliLeave a Comment

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram, að gríðarlegu magni af mat er fleygt daglega. Það er svo mikið, að það er umtalsverður hluti af matvælum heimsins. Á sama tíma sveltur stór hluti mannkyns. Norðurlöndin fleygja miklum mat. Sem betur fer eru til lausnir til að draga úr matarsóuninni.

Alþjóðlegur sem þjóðlegur harmleikur

Á sama tíma og umtalsverðu magni matvæla er hent, þá þjást tæplega 800 milljónir (783 milljónir) jarðarbúa af hungri. Inger Andersen, umhverfisstjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsir ástandinu sem „alheimsharmleik“ fyrir TT.  Það væri hægt að fæða alla jarðarbúa ef aðeins helmingur þess matar sem daglega er sóað væri borðaður í staðinn.

Samkvæmt skýrslunni – Food Waste Index2 (FWI) (sjá pdf að neðan),  er áætlað að 1,05 milljörðum tonna af mat hafi verið hent í heiminum árið 2022, sem jafngildir einum milljarði máltíðum á hverjum degi. Skýrslan byggir á gögnum frá 93 löndum og tölurnar eru áætlaðar. Þess vegna er erfitt að vita nákvæmlega hversu miklum matvælum er fleygt í hverju landi.

Auk fimmta hluta matar sem er fleygt þá tapast 13% af matvælum heimsins í aðfangakeðjunni á leiðinni frá framleiðslu til borðs. Samkvæmt sænsku matvælastofnuninni er áætlað að hver Svíi fleygi 33 kg af mat (og drykk) árlega.

Heimilin stærsti sökudólgurinn

Heimilin stóðu fyrir tæpum þriðjungi matarsóunar með áætlað 631 milljón tonna, þar á eftir kemur veitingaiðnaður (290 milljónir tonna) og verslanir (131 milljón tonna). Samkvæmt Unep hendir meðalmaðurinn 79 kg af mat á hverju ári.

Inger Andersen undirstrikar að þetta snúist ekki bara um þróun, heldur einnig þau áhrif sem óþarfa sóun hefur í för með sér fyrir bæði loftslag og náttúru.

Lausnir finnast

Allir geta dregið úr eigin matarsóun og í Svíþjóð gefa Náttúruverndarsamtökin fólki góð ráð á heimasíðu sinni. Í Frakklandi voru lög sett gegn matarsóun árið 2016. Matvöruverslanir sem gefa ekki matarafganga eiga á hættu að fá sektir upp á 4.000 – 70.000 evrur (fer eftir stærð verslunarinnar).

Það hefur skilað sér í minnkandi matarsóun og góðgerðasamtök geta dreift meiri (og ferskari) mat til þeirra sem þurfa á því að halda.

food_waste_index_report_2024

 

Skildu eftir skilaboð