Það lítur út fyrir að hann muni ekki leyfa mér að fara í útskrift sonar míns

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Trump2 Comments

Donald Trump talaði síðdegis á mánudag við fjölmiðla eftir fyrsta dag réttarhalda á Manhattan varðandi meinta  „þöggunargreiðslu“ til gleðikonunnar Stormy Daniels. Val kviðdóms var á dagskrá á mánudagsmorgun vegna málsins sem Alvin Bragg, lögreglustjóri á Manhattan höfðar gegn Trump.

Juan Merchan dómari hótaði á mánudag að setja Trump í fangelsi ef hann mætti ekki sjálfur í réttarhöldin. Merchan las upp fyrir Trump skyldur hans og réttindi. Trump forseti spurði dómarann hvort hann gæti sleppt réttarhöldunum á miðvikudag vegna útskriftar sonar síns Barrons en dómarinn vildi ekki samþykkja það.

Ummæli Trump eftir að dómarinn hótaði að setja hann í fangelsi

Trump sagði ótrúlega hluti hafa gerst þennan dag:

„Eins og þið vitið, þá er sonur minn að útskrifast úr menntaskóla og það lítur út fyrir að dómarinn muni ekki leyfa mér að vera viðstaddur útskrift sonar míns, sem hefur lagt mjög hart að sér í náminu. Hann er frábær nemandi. Við erum mjög stolt af því, hversu vel hann hefur staðið sig. Hann hlakkaði í mörg ár til útskriftarinnar og að móðir og faðir hans væru þá með. Það lítur út fyrir að dómararnir ætli ekki að leyfa mér að flýja þetta svindl. Þetta eru svindl-réttarhöld.“

„Ef þú ferð yfir löglegu hliðina, hlustar á lögfræðingana í dag, þá þekki ég engan sem segir, að þetta sé mál sem hefði átt að fara af stað með eða dæma í. Það er svindl. Þetta eru pólitískar nornaveiðar. Þær halda áfram. Þetta heldur áfram að eilífu. Við fáum engin sanngjörn réttarhöld. Það er afskaplega, afskaplega sorglegur hlutur.“

„Þar að auki, eins og þið vitið, þá verðum við hjá Hæstarétti Bandaríkjanna næstkomandi fimmtudag í mikilli skýrslutöku um friðhelgi. Við höfum að sjálfsögðu beðið lengi eftir því. Dómarinn ætlar auðvitað ekki að leyfa okkur (að fara). Hann er mjög misvísandi dómari og ætlar ekki að leyfa okkur að fara þangað. Hann leyfir mér ekki að fara héðan í hálfan dag, fara til DC og fara fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Ég held að hann telji sig vera yfir Hæstarétt hafinn.“

„Við erum í alvöru vanda með þennan dómara. Við erum í raunverulegum vandræðum með svo margt varðandi þessi réttarhöld, þar á meðal saksóknarann. Þú ferð beint út héðan og fólk er þaggað og drepið liðlangan daginn. Hérna situr hann daglega með 10 eða 12 saksóknurum yfir engu; yfir því sem fólk segir að ættu ekki að vera nein réttarhöld.“

2 Comments on “Það lítur út fyrir að hann muni ekki leyfa mér að fara í útskrift sonar míns”

  1. Ef hann hefði sleppt því að halda framhjá og brjóta síðan lög til að fela það þá hefði hann getað mætt í útskriftina. Vonandi fær hann þyngsta mögulega dóm.

Skildu eftir skilaboð