Carlo Maria Vigano erkibiskup skrifar formála að nýrri bók um morðið á John F. Kennedy

Gústaf SkúlasonErlent, Hryðjuverk1 Comment

Læknasérfræðingurinn David W. Mantik, M.D., Ph.D. og metsöluhöfundurinn Jerome R. Corsi, Ph.D., gáfu nýlega út bókina Aftaka John F. Kennedy: Lokaniðurstaðan (2024) „The Assassination of John F. Kennedy: The Final Analysis (2024).“

Í niðurstöðu sinni staðfesta sérfræðingarnir tveir athuganir lækna á Parkland sjúkrahúsinu, sem viðurkenndu strax að sárið í hálsi JFK og hið gríðarlega skotsár aftan á höfðinu á honum voru orsökuð af skotum að framan. (Hér má finna bókina á Amazon).  Carlo Maria Viganò erkibiskup skrifaði formála bókarinnar og hér birtast nokkrar tilvitnanir í lauslegri þýðingu (millifyrirsagnir eru okkar):

Morðið á John F. Kennedy: Lokaniðurstaðan

Formáli: Carlo Maria Viganò erkibiskup,

„Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig: spyrðu hvað þú getur gert fyrir land þitt.“
John Fitzgerald Kennedy, 20. janúar 1961

Umslag nýju bókarinnar um morðið á John F. Kennedy

John Fitzgerald Kennedy var kjörinn 35. forseti Bandaríkjanna á tímum mikilla breytinga í allri veröld. Nokkrum árum fyrir atburðinn sem kom fyrsta kaþólska forsetanum í sögu Bandaríkjanna í Hvíta húsið, hafði Jóhannes XXIII páfi verið kjörinn, sem kallaði saman annað samkirkjuþing Vatíkansins og taldi sig geta opnað dyr kirkjunnar til samræðna við umheiminn. Upphaf sjöunda áratugarins tekur okkur aftur til kalda stríðsins, Berlínarmúrsins, Kúbukreppunnar, hættunnar á yfirvofandi kjarnorkuátökum og þeirrar kannski þvinguðu og vissulega einfeldningslegu tvíhyggju hægri og vinstri sem hefur síðan sýnt merki um að missa dampinn. Ítalía var ásamt öðrum aðildarríkjum Nató í miðri efnahagslegri uppsveiflu á þessum árum og á árinu 1968, sem var ár hinnar miklu náms- og menningarbyltingar, þá voru endalok gamla heimsins enn ekki komin.

Hvers vegna myrti leyniþjónustan Kennedy forseta?

„Þetta verk eftir David W. Mantik og Jerome R. Corsi snertir sérhæft efni sem vekur ekki aðeins mikinn áhuga sagnfræðinga. Það sýnir mjög trúverðugar sannanir fyrir því, að Kennedy hafi verið myrtur að skipun CIA sem fær okkur til að spyrja þeirrar grundvallarspurningar: Hvers vegna myrti leyniþjónustan Kennedy forseta?“

– Sagan mun geta svarað þessari spurningu þegar leyndinni verður aflétt af nýjum skjölum og hægt verður að endurmeta erfiða og flókna atburði þessara ára. Engu að síður tel ég, að hvert og eitt okkar, sem fylgist með atburðarásinni að utan, ef svo má að orði komast, sé fært um að skilja hversu rétt innsæi höfundanna er, sem greina morðið á JFK með réttu sem undirróðursaðgerð valdaráns frávíkjandi hluta ríkiskerfisins:

„Við getum sagt að það hafi verið á þessum árum sem djúpríkið hóf störf af meiri hörku eins og sést í dag í öllum sönnunargögnum og jafnvel þá vann að markmiðum sem voru í andstöðu við raunverulega hagsmuni þjóðarinnar og gegn hag Bandaríkjamanna.“

Hugtakið djúpríki á sér langa sögu

– Hugtakið djúpríki – derin devlet á tyrknesku – var skapað til að gefa til kynna valdanetið nálægt frímúrarastúkunum sem Mustafa Kemal Atatürk skapaði… til að hliðra fyrir innrætingu hinnar svo kölluðu „lýðræðislegu meginreglu“  ungtyrkja….. Giuseppe Mazzini Giovine stofnaði Italia hreyfinguna til að ná ríkjunum niður og koma á Piedmontese konungsveldinu í þess stað sem var undirgefið frímúrarastéttinni.

„Djúpríkið er því anddyri rótgróins vald, sem stjórnar og stýrir atburðum í gegnum sendimenn sína. Hliðstæða þess á trúarlegu sviði er það sem ég hef kallað djúpkirkjuna sem hefur sömu markmið og notar sömu aðferðir.“

Carlo Maria Viganò, erkibiskup

– Árið 1958 fengum við því framsækinn páfa, svokallaðan „góða páfa“ páfa samræðna og endurnýjunar, sem var metinn af hópum sem hingað til höfðu verið óvinveittir rómversku kirkjunni. Árið 1960 vann demókratinn John Fitzgerald Kennedy kosningarnar gegn repúblikananum Richard Nixon, sem virðist staðfesta sömu þróun. Árið 1962 hófst annað Vatíkanþingið. Árið 1963 var Bandaríkjaforseti myrtur í Dallas. Þetta virðast allt vera óskyldir atburðir fyrir grunlausan áhorfanda; en ef við skiljum hvert markmið djúpríkisins og djúpkirkjunnar voru – það er að segja tvær útgáfur af dulrænum niðurrifsöflum – þá komumst við ekki hjá því að finna ótrúlegt samræmi í athöfnum hvors um sig.

„Við ættum ef til vill að spyrja okkur, hvort sú staðreynd að JFK var kaþólskur gæti hafa orðið til þess að bandaríska djúpríkið vildi útrýma einstaklingi sem sætti sig ekki við það hlutverk að vera brúða alþjóða stjórnmálaelítu sem er ólíkt núverandi „forseta“ hinum sjálfskipaða kaþólikka Joe Biden.“

„Morð CIA á JFK hefur verið endurtekið með sviksamlegri afsetningu Trump forseta í tilefni kosningasvika 2020.“

John F. Kennedy lýsti djúpríkinu í frægri ræðu

John F. Kennedy sagði í frægri ræðu á Waldorf-Astoria hóteli þann 27. apríl 1961:

„Við erum umsetin um allan heim af einhæfu og miskunnarlausu samsæri sem byggir fyrst og fremst á leyniráðum til að stækka áhrifasvæði sín: með laumuaðgerðum í stað innrásar, niðurrifs í stað kosninga, ógnum í stað frjálsra valkosta,  skæruliða á nóttunni í stað herliðs á daginn.“

Í dag skiljum við orð hans í óhugnanlegum sannleika sínum:

„Þetta er kerfi sem hefur bundið mikinn mannauð og efnislegar auðlindir í rammlega smíði mjög skilvirkrar vélar sem sameinar hernaðarlegar aðgerðir, diplómatískar aðgerðir, njósnastarfsemi, efnahagslegar, vísindalegar og pólitískar aðgerðir. Undirbúningurinn er hulinn, hvergi birtur; mistök eru grafin og skapa engar fyrirsagnir; þaggað er niður í andstæðingum og þeir hvergi lofaðir. Engin útgjöld eru dregin í efa; enginn orðrómur er prentaður; ekkert leyndarmál er opinberað.“

Þess vegna má skilja, hvers vegna þetta kerfi útrýmdi Kennedy og leit á hann sem alvarlega ógn við sig.

Einkavæðing ríkisins lætur fólkið bera skuldir óreiðumanna

„Lokaniðurstaðan hefur þann kost að horfst er í augu hins raunveruleika valdaráns sem djúpríkið framdi með morðinu á Kennedy forseta. Hann var talinn standa í vegi fyrir því að ná þeim markmiðum sem við skiljum í dag að hafa náðst í öllum tilvikum – með eða án samþykkis „fullvalda“ fólksins.“ 

„Þessi einkavæðing ríkisins endurspeglast í langvarandi og óafturkræfri skuldsetningu borgaranna, sem eru látnir greiða gjaldþrotakostnaðinn af vangaveltum mjög öflugra alþjóðlegra áhrifaaðila í fjármálaheiminum.“

„Það ætti ekki að fara fram hjá okkur, að hliðstæð einkavæðing hefur farið fram innan kaþólsku kirkjunnar. Hún er núna í höndum elítu sem er ekki síður eyðileggjandi en djúpríkið, þar sem villutrúarmenn og spilltir prelátar hafa smeygt sér í valdastöður og nota vald Krists til að tryggja hlýðni þeirra trúuðu.“

Mikilvægt að hætta að sitja á hliðarlínunni og taka virkan þátt í atburðum samtímans

John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseti sem var myrtur.

„Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig; spurðu hvað þú getur gert fyrir landið þitt. – Þessi frægu orð sem Kennedy forseti sagði í setningarræðu sinni 20. janúar 1961 gilda enn í dag fyrir alla bandaríska ríkisborgara. Þau ættu að leiða til þess, að fólk skilji nauðsyn þess að sitja ekki áfram á hliðarlínunni sem óvirkir áhorfendur heldur taki þvert á móti virkan þátt í pólitískum og félagslegum atburðum með trúarlegu hugrekki, réttlæti og heiðarleika. Það er lykilatriði að þekkja óvininn og skilja fyrirætlanir hans svo hægt sé að berjast gegn honum á áhrifaríkan hátt.“

„Ég vona að þessi bók, sem skrifuð er af ástríðu með ný sönnunargögn, geti örvað endurlestur sögunnar þar sem valdarán hnattvæðingarelítunnar birtist í öllum sönnunargögnum, þannig að hægt verði að láta þá sæta ábyrgð sem bera ábyrgð. Umfram allt að valdhafar framtíðarinnar hafi bonum commune í hjarta sínu, í þeirri vitund að þetta er mælikvarðinn á hvernig þeir verða dæmdir af Guði.“

+ Carlo Maria Viganò, erkibiskup,

fyrrverandi postullegur sendiboði Bandaríkjanna

21. apríl 2024

Dominica III eftir Pascha

One Comment on “Carlo Maria Vigano erkibiskup skrifar formála að nýrri bók um morðið á John F. Kennedy”

Skildu eftir skilaboð