CIA: Pútín lét ekki myrða Aleksej Navalnyj

Gústaf SkúlasonErlent, NjósnirLeave a Comment

Dauði Alexei Navalny var ekki fyrirskipaður af Vladimír Pútín, að sögn bandaríska leyniþjónustunnar CIA. Vinir og samstarfsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans fyrrverandi eru hins vegar efins um niðurstöður CIA og telja að Bandaríkin „skilji einfaldlega ekki hvernig Rússland virkar.“

Andlát rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny leiddi til vangaveltna um allan heim um það, hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi látið myrða hann eða ekki. Nánir samstarfsmenn gagnrýnanda Pútíns voru mjög sannfærðir frá upphafi um að Navalny hafi ekki dáið eðlilegan dauða í fangelsi.

Núna skrifar Wall Street Journal, að bandaríska leyniþjónustan CIA sé þeirrar skoðunar, að Vladimir Pútín hafi ekki fyrirskipað morðið á stjórnarandstæðingnum. Samkvæmt heimildum blaðsins, þá er þessi niðurstaða „viðurkennd“ bæði hjá utanríkisráðuneytinu og leyniþjónustunni.

Engu að síður er skrifað, að CIA telji að Pútín beri endanlega ábyrgð á dauða Navalnys, þar sem Navalnyj var ofsóttur fyrir skoðanir sínar, byrlað eitur og fangelsaður.

Samstarfsmenn Navalnyj efins

Samkvæmt Wall Street Journal eru vinir og samstarfsmenn Navalny ásamt nokkrum öðrum leyniþjónustustofnunum í Evrópu efins um niðurstöður CIA. Leonid Volkov, einn af samstarfsmönnum stjórnarandstæðingsins, segir að þeir sem trúa því ekki að rússneski forsetinn hafi vitað, hvenær Navalny myndi deyja „skilja einfaldlega ekki hvernig Rússland virkar.“ 

Kyrylo Budanov hjá leyniþjónustunni í Rússlandi tilkynnti, þegar Navalnyj dó, að dánarorsökin hafi verið blóðtappi.

Skildu eftir skilaboð