ESB-sinni tapaði í forsetakosningunum í Slóvakíu

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Fyrir ESB-kosningarnar í sumar hefur enn eitt landið fengið ríkisstjórn sem ekki hleypur hugsunarlaust á eftir öllu sem ESB-hirðin í Brussel segir. Fyrrverandi utanríkisráðherra Slóvakíu, Ivans Korcok, yfirlýstur stuðningsmaður ESB tapaði fyrir fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, Peter Pellegrini, í seinni umferð forsetakosninganna í Slóvakíu á laugardag. Vinstri fullveldissinninn Pellegrini stendur nálægt núverandi ríkisstjórn, undir forystu Robert Fico, forsætisráðherra sem gagnrýnir ESB. … Read More

Dularfullir hringir sjást rísa fyrir ofan Etnu, virkasta eldfjall Evrópu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NáttúrufyrirbæriLeave a Comment

Í aprílmánuði hefur náttúran látið til sín taka um allan heim. Fréttin greindi frá jarðskjálfta af stærðinni 4,8 í New York sem gerðist aðeins nokkrum dögum eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,5 varð í Taívan. Nú sýnir virkasta eldfjall Evrópu, Etna, merki um dularfulla virkni. Etna hefur blásið dularfullum reykhringjum til himins síðan á miðvikudag. Samkvæmt AP eru reykhringirnir kallaðir eldfjallahringir … Read More

Barmþungur translögmaður í Seattle ver vinstri öfgasinna

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Transmál, Woke1 Comment

Lögmaður transfólks í Seattle, Stephanie Mueller , sem er fulltrúi öfga-vinstri aðgerðasinna sem trufluðu borgarstjórnarfund í Seattle í febrúar, mætti í réttarsal s.l. fimmtudag til að verja skjólstæðinga sína. Vakti klæðnaður hennar athygli fyrir víðskorna peysu sem lítt duldi breiðan barminn þegar hún gekk inn í réttarsalinn. Blaðamaðurinn Jonathan Choe tók viðtal við Stephanie Mueller og spurði hana spurninga um … Read More