Danskt atvinnulíf slítur tengsl sín við Copenhagen Pride

EskiErlent, Fjárframlög, Hinsegin málefni, Iðnaður, Ísrael, WokeLeave a Comment

Danska iðnaðarsambandið Dansk Industri hefur slitið tengsl sín við Hinsegin Daga Kaupmannahafnar eða Copenhagen Pride.

Þetta gerist að mjög ígrunduðu máli að sögn Kinga Szabo Christensen, samskiptastjóra Dansk Industri.

,,Við slítum formleg tengsl okkar við Copenhagen Pride vegna þess að markmið hreyfingarinnar með inngildingu og fjölbreytilega er algjörlega í skugganum á öðrum verkefnum og markmiðum sem elur meira á sundrungu og glundroða en sameinar,“ segir Christensen í samtali við Berlinske Tidende.

Danska iðnaðarsambandið hefur verið helsti bakhjarl Copenhagen Pride frá árinu 2011.
Það vill ekki gefa upp hversu háar fjárhæðir hreyfing svokallaðs ,,hinsegin fólks“ verður af í kjölfarið.
Industriens Hus er í hjarta borgarinnar við Ráðhústorgið sem er miðpunktur hátíðarinnar í Kaupmannahöfn.

Stuðningur við Palestínu og aukin Gyðingaandúð ein ástæðan

Stuðningur samtaka á borð við Copenhagen Pride og LGBT+ Danmark við Palestínuaraba og aukin andúð í garð Gyðinga í Danmörku er ein af aðal ástæðunum fyrir því að samtök hinsegin fólks í Danmörku er algjörlega rúið trausti, að sögn Christensen.

Samtök hinsegin fólks í Danmörku reyndi að stilla atvinnulífinu upp við vegg og krefjast sniðgöngu á Ísrael. Þetta gat danskt atvinnulíf ekki unað við. Danskt atvinnulíf snýst ekki um að skipta sér af deilum eins og fyrir botni Miðjarðarhafs. Í Danmörku gengur nú yfir stærsta bylgja Gyðingahaturs síðan 1943. Eftir snörp orðaskipti á milli Lars Henriksen, formanns Copenhagen Pride, Dansk Industri, Maersk og Novo Nordisk voru samtök hinsegin fólks krafin um afsökunarbeiðni fyrir að reyna að beita þvingunum og orðræðu sem kyndir undir frekari andúð á Gyðingum, sundrungu og glundroða, eins og gert var á Winter Pride í febrúar.

Dansk Regnbueråd ekki hissa

Systursamtök Samtakanna 22 í Danmörku, Dansk Regnbueråd, er ekki hissa. Í sjónvarpsviðtali á TV2 og einnig í samtali við Fréttina sagði Jesper W. Rasmussen, formaður félagsins að hreyfingin sé komin algjörlega út af sporinu.  Hreyfing sem snerist um frelsið til þess að elska þann sem maður kýs, búa við sama jafnrétti og lagalega stöðu er farin að snúast um aukið aðgengi að börnum landsmanna, skerðingu réttinda kvenna, allskyns samtvinningu fórnarlambsstöðu, kynskipti á börnum eins og lyfja og hórmónameðferðir og svo einnig afskipti af erlendum deilum fyrir botni Miðjarðarhafs.

,,Pride á að vera þakkargjörðarhátíð þar sem við þökkum dönsku þjóðinni fyrir að samþykkja okkur sem jafningja. Hinsvegar snýst Pride núna um að skamma fólk og skipa því fyrir. Það er ekki Pride í mínum augum. Það þarf mikið að breytast og við þurfum að endurskipuleggja alla hreyfinguna okkar upp á nýtt. Þetta gengur ekki svona lengur. Fólk sér í gegnum þetta og andúðin eykst eftir því,“ sagði Jesper W. Rasmussen, formaður Dansk Regnbueråd.

Danska iðnaðarsambandið segist ekki spara neinar krónur með því að rifta samningum við hreyfingu hinsegin fólks í Danmörku og segist munu halda áfram að styrkja verkefni sem stuðla að jafnrétti og bættu samfélagi með öðrum hætti.

 

Skildu eftir skilaboð