Valdhafar hins vestræna heims reyna á örvæntingarfullan hátt að þagga niður í hverjum þeim sem gæti gagnrýnt þá á einhvern hátt. Íhaldsmaðurinn Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, bendir á þær aðferðir sem er beitt í því skyni að þagga niður alla gagnrýni.
Glóbalistar nota sömu aðferðir og kommúnistar
Í síðari hluta ræðu sinnar á ráðstefnu íhaldsmanna CPAC sem nýlega var haldin í Búdapest, fjallaði Orbán um aðferðir valdsins við að þagga niður í gagnrýnendum (sjá X að neðan). Ræddi hann um fimm helstu skref sem notuð voru í kerfi kommúnismans til að þagga niður í gagnrýnendum og andófsmönnum. Samkvæmt honum nota „framsæknu“ öflin (glóbalistarnir) sömu aðferðir í dag.
Endurskíra viðmiðin: snúa því sem eðlilegt er í andhverfu sína
Sem dæmi tekur hann upp hina alræmdu tilvitnun í verk George Orwells 1984: „Stríð er friður. Frelsi er þrælahald. Fáfræði er styrkur.“ Þeir reyna að búa til viðmið með því að taka eyðileggingarmátt og fela á bak við falleg merki. Orbán nefndi meðal annars hvernig herstöðvar eru kallaðar „friðarbúðir“ og að fjöldainnflutningi er lýst sem „auðlind.“
Nota ríkisstofnanir til að dreifa andhverfu skynseminnar
Allir sem hugsa öðruvísi eru settir fram sem vandamál, að eitthvað sé „að“ þeim, að þeir séu fábjánar eða geðveikir. Þar á eftir kemur sú skoðun, að ef þú hlustar á þetta fólk þá mun eitthvað hræðilegt gerast.
Koma á þeirri reglu að allir sem hugsa öðruvísi séu hættulegir örygginu
Eftir að hafa niðurlægt viðkomandi verður farið að tala um þá sem „hættulega örygginu“ vegna þess að skoðanir þeirra séu „skaðlegar.“ Svo kallaðir staðreyndakönnuðir eða aðrir matsmenn benda á skoðanirnar sem „óeðlilegar“ og viðkomandi því hættulegur og róttækur.
Leiða frjálslynda fjölmiðla í árásum á þá sem hugsa öðruvísi
Öll pressan er virkjuð til að ráðast á einstaklinginn með alvarlegri hlutdrægni og niðurlægingu. Það þýðir að allur tíminn fer í að berjast gegn þeim fullyrðingum sem dreift er á netinu, þar sem bæði fjölmiðlar og aðgerðasinnar dreifa fullyrðingum eins mikið og þeir geta.
Nota ríkisstofnanir til að ráðast á þá og þagga niður í þeim
„Ef þú kemst í gegnum þetta allt saman,“ þá munu yfirvöld halda áfram að hundelta þig. Í gegnum allar ásakanir og kvartanir sem beint er að einstaklingnum er skrefið ekki langt í ítarlegar rannsóknir á viðkomandi. Með hjálp allra ásakana er það síðan notað til að fangelsa andófsmenn eða eyðileggja líf þeirra með margvíslegum hætti.
Dæmin eru mörg
Niðurstaða Orbáns er sú, að frjálshyggjumenn við völd beita einmitt þessum ofbeldistökum kommúnismans gegn íhaldsmönnum Vesturlanda. Helstu dæmin eru ofsóknirnar gegn bandaríska forsetaframbjóðandanum Donald Trump, ofsóknirnar gegn hinum hreinskilna blaðamanni Tucker Carlson, hvernig yfirvöld fylgjast með andófsflokkum í Þýskalandi og hvernig finnskir stjórnmálamenn eru niðurlægðir fyrir afstöðu sína til LGBTQ hreyfingarinnar.
Orbán flutti ræðu sína á ungversku en enskur texti er á myndskjánum, sjá X hér að neðan: