Trump: Evrópa hefur opnað dyr heilagastríðsins

Gústaf SkúlasonErlent, Gyðingar, Hryðjuverk, ÍsraelLeave a Comment

Donald Trump er leiðandi í flest öllum skoðanakönnunum sem sigurvegari í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna í haust. Þrátt fyrir öll málaferlin sem stjórnmálaandstæðingarnir vonast til að kæfi möguleika hans á framboði, þá heldur Trump hvern stórfundinn á fætur öðrum með stuðningsmönnum í hverju ríkinu á fætur öðru í Bandaríkjunum.

Ekki lengur hægt að þekkja París eða London

Á baráttufundi í Wisconsin í fyrri viku ræddi Trump um ofbeldisfull mótmæli stuðningsmanna hryðjuverkasamtaka Hamas gegn gyðingum við háskólana í Bandaríkjunum. Hann sagði:

„Við höfum séð hvað hefur gerst í Evrópu sem hefur opnað dyr heilastríðsins „jihad.“ Sjáið París, sjáið London – Það er ekki hægt að þekkja þær lengur.“

„Ég mun lenda í miklum vandræðum með fólkið í París og fólkið í London, en þetta er staðreyndin. Þær þekkjast ekki lengur og við getum ekki látið það sama gerast í landinu okkar.“

Trump lýsti hvernig Bandaríkin búa yfir ótrúlegri menningu og hefð og hann muni aldrei láta það sem gerist í Evrópu gerast í Bandaríkjunum. Hann lýsti því einnig yfir, að bresk menning sé að tærast sundur vegna umburðarlyndis við mótmælendur í London sem eru hliðhollir Palestínumönnum.

Núll umburðarlyndi

Ummæli hans komu eftir að lögreglan í New York og Los Angeles skárust í leikinn til að stöðva mótmæli við Columbia háskóla og UCLA, þegar stuðningsmenn Hamas söfnuðust saman til að mótmæla stríðinu á Gaza.

Í Los Angeles lentu stuðningsmönnum gyðinga og Hamas í blóðugum átökum og skarst lögreglan í leikinn og lokaði háskólasvæðinu.

Trump hvatti stjórnendur háskólanna til að taka upp núll-umburðarlyndi gagnvart mótmælendum.

Hlusta má á ummæli Trumps á myndskeiðinu hér að neðan:

 

Skildu eftir skilaboð