Smágrýti kastað í forsætisráðherra Kanada

frettinErlentLeave a Comment

Mótmælendur köstuðu í gær smágrýti í Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, sem nú er í miðri kosningabaráttu. Honum varð ekki meint af.

Forsætisráðherrann var á leið upp í hópbifreið sína eftir heimsókn í bruggverksmiðju þegar hann varð fyrir grjótkastinu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kosningabarátta hans er trufluð af mótmælendum sem hafa fengið nóg af lokunum,  bólusetningavegabréfum og áformum um skyldubólusetningu fyrir kórónuveirunni. Fyrir rúmri viku þurfti að fella niður kosningaviðburð af öryggisráðstöfum í Ontario vegna mótmælenda. Bóluefnavegabréf og skyldubólusetningar eru eitt af helstu kosningamálum Trudeau.

Forsætisráðherrann boðaði til skyndikosninga um miðjan ágúst í von um að ná meirihluta í ríkisstjórn.  Ríkisstjórn hans er nú í minnihluta og gengið verður til kosninga 20. september næstkomandi.

BBC sagði frá.

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-58364742

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-58364742

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-58264006

Skildu eftir skilaboð