Moskum lokað í Frakklandi og samtök múslima bönnuð

frettinErlentLeave a Comment

Innanríkisráðherra Frakklands hefur ákveðið að sex moskum í landinu verði lokað og starfsemi tveggja samtaka múslíma bönnuð og að til standi að banna fleiri slík samtök í landinu. Þessi ákvörðun er tilkomin vegna vaxandi öfgaafla róttækra múslima og sömuleiðis vegna hryðjuverkaógnar. Eins og flestum er kunnugt þá hafa Frakkar farið illa út úr þeirri ógn og orðið fyrir hryðjuverkum á vegum islamskra öfgasamtaka á undanförnum árum og má því segja að fjölmenningarstefnan hafi mistekist.

Þetta kemur fram í viðtali við Gérald Darmanin innanríkisráðherra í franska dagblaðinu Le Figaro. Sænska ríkisútvarpið greindi frá málinu á vef sínum þar sem haft er eftir ráðherranum að grunur leiki á að róttækir íslamistar hafi notað moskurnar til að dreifa boðskap sínum.

Darmanin segir að tíu samtök til viðbótar verði leyst upp nú þegar og fjögur í næsta mánuði. Sömuleiðis segist hann hafa hvatt ráðuneyti til að synja þeim múslímaklerkum eða imömum um landsvistarleyfi sem sendir eru til Frakklands frá erlendum ríkjum.

Skildu eftir skilaboð