19 ára rússnesk Taekwondo stjarna bráðkvödd

frettinErlent

Harmi sleginn þjálfari 19 ára taekwondo stjörnu sem vann gullverðlaun í Evrópu fyrir tæpum mánuði, segir að engin augljós orsök sé fyrir dauða hennar.

Undrabarnið Arina Biktimirova sem stundaði nám við Perm háskólann í Rússlandi er sögð hafa látist skyndilega heima hjá sér sl. mánudag. Hún var eina barn foreldra sinna.

Andlátið á sér stað nokkrum vikum eftir að Arina varð meistari á Evrópumeistaramótinu í Taekwon-Do ITF á grísku eyjunni Krít.

„Við skiljum ekki hvað kom fyrir hana,“ sagði Daniel Gorbunov, þjálfari hennar, við rússneska fréttamiðilsins  KP.RU.

„Arina var ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Fyrir hverja keppni fara íþróttamenn ekki bara í læknisskoðun, heldur eru þeir bókstaflega „gegnumlýstir“.

„Þegar hún var skoðuð áður en hún fór á EM, var ekkert að finna að heilsu hennar. Við erum í sjokki yfir í þessu."

Að sögn fréttamiðilsins sögðu ættingjar Arinu að henni hefði liðið vel og að hún hafi ekki greint frá neinni vanlíðan.

Foreldrar hennar eru sagðir hafa vaknað við einkennileg öndunarhljóð og missti Arina meðvitund morguninn eftir.

Sjúkraflutningamenn voru kallaðir til í flýti en læknum tókst ekki lífga hana við.

Arina var að mennta sig í eðlisfræði samhliða mikilli íþróttaiðkunn sinni.

Hún hafði verið fulltrúin rússneska landsliðsins frá 11 ára aldri.

Heimild