Fjölskylda aldraðs manns sem þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði með COVID-19 segir að Ivermecin lyfið hafi bjargað lífi mannsins sem varð alvarlega veikur og endaði í öndunarvél.
Maðurinn er nú kominn heim og hefur það gott en það var dómari í Illinois sem þurfti að fyrirskipa sjúkrahúsi í Naperville að meðhöndla manninn með lyfinu, en FDA bannar notkun lyfsins við Covid-19.
Þann 8. nóvember vann fjölskyldan svo dómsmál og fékk samþykki fyrir því að gefa hinum 71 árs gamla Sun Ng lyfið, en hann hafði verið í öndunarvél síðan 19. október.
Sun Ng kom til Chicago frá Hong Kong til að heimsækja dóttur sína og fjölskyldu hennar. Hann smitaðist af Covid-19 og var innan nokkurra daga kominn í öndunarvél á Edward sjúkrahúsinu í Naperville. Dóttir hans, Dr. Man Kwan Ng, var orðin örvæntingarfull og hún bað um að sjúkrahúsið prófaði Ivermectin, en þeir neituðu á grundvelli ýmissa innlendra heilbrigðisleiðbeininga sem segðu að lyfið væri árangurslaust gegn Covid-19.
„Herra Ng var nærri látinn eins og sjá má á myndum sem teknar voru 4. nóvember sl. og á þeim tímapunkti vildi sjúkrahúsið enn ekki gefa honum Ivermectin,“ sagði Kirstin Erickson, lögfræðingur fjölskyldunnar.
Það var svo dómari í DuPage County sem úrskurðaði fjölskyldunni í hag og skipaði sjúkrahúsinu að leyfa lækninum Alan Bain að gefa lyfið. En spítalinn hafði neitað þessu upphaflega vegna þess að Dr. Bain var ekki bólusettur.
Fox5Atlanta greindi frá.