Karlmaður, sem nú liggur á COVID-deild Landspítala með omikrón-afbrigði kórónuveirunnar, er fullbólusettur auk þess að hafa fengið örvunarskammt. Af þeim 22 sem nú liggja á Landspítala með COVID-19 hafa fjórir fengið þrjár bólusetningar og einn þeirra er á gjörgæslu.
Allir eru þeir yfir sjötugu. Þetta segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala.
Af þessum 22 sem hafa verið lagðir inn á spítalann með COVID-19 eru níu óbólusettir og níu hafa fengið tvær bólusetningar.
Allir eru þeir yfir sjötugu. Þetta segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala.
Af þessum 22 sem hafa verið lagðir inn á spítalann með COVID-19 eru níu óbólusettir og níu hafa fengið tvær bólusetningar.
RÚV greindi frá.
Um helgina var einnig greint frá því að hópsmit hefði brotist út á hjúkrunarheimilinu Grund þar sem flestir starfsmenn og heimilismenn eru þríbólusettir.
Um helgina var einnig greint frá því að hópsmit hefði brotist út á hjúkrunarheimilinu Grund þar sem flestir starfsmenn og heimilismenn eru þríbólusettir.