Flórída heldur áfram að tilkynna um lægsta hlutfall covid smita og hlutfallið hefur lækkað enn meira eftir þakkargjörðarhátiðina í lok nóvember.
Samkvæmt yfirliti New York Times um tilfelli covid-smita, sem var síðast uppfært 29. nóvember, eru tilgreind 3 tilfelli á hverja 100.000 íbúa í Flórída - þetta lægra en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna og hefur lækka um 6% síðan viku fyrr.
Í heild er núna greint frá um 681 tilviki á dag í Flórída sem samsvarar um 53% lækkun undanfarnar tvær vikur. Þá hefur innlögnum á sjúkrahús fækkað um 11% á sama tíma.
Þetta er athyglisvert þar sem Flórída hefur verið undir stöðugum árásum meginstraumsfjölmiðlanna og vinstri sinnaðra stjórnmálamanna fyrir að fara ekki leiðir mikilla takmarkana og grímuskyldu. Það má nefna að Flórída hefur aldrei haft grímuskyldu í ríkinu.
Illinois, til samanburðar, er í dag með grímuskyldu og þar er tilkynnt að meðaltali um 4.661 tilfelli á dag sem samsvarar 37 tilvikum á hverja 100.000 íbúa, Það er aukning um 45% síðastliðnar tvær vikur.
Hin svonefndu bláu ríki, ríki sem demókratar stjórna, sem hafa fengið hrós sumra fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum eru um þessar mundir með flestar tilkynningar um smit í öllum Bandaríkjunum.
Michigan, undir forystu demókratans Gretchen Whitmer, er með flestu tilfellin eða 4.857 á dag að meðaltali, eða 85 á hverja 100.000 íbúa. Það jafngildir 59% aukningu á síðustu tveimur vikum. Ríkisstjóri New York, demókratinn Kathy Hochul, tilkynnti um 30 tilvik á hverja 100.000 íbúa og ríkisstjóri Pennsylvaníu, demókratinn Tom Wolf, um 44 tilvik á hverja 100.000 íbúa.
Samhliða fækkun smita í Flórída er ríkið í efnahagslegri uppsveiflu. Ríkisstjórinn, repúblikaninn Ron DeSantis, tilkynnti nýlega að störfum í einkageiranum hefði fjölgað í 18 mánuði samfleytt í ríkinu og þá hefði fólk á vinnumarkaði fjölgað mun meira í Flórída en annars staðar í Bandaríkjunum. Ríkisstjórinn sagði árangurinn að þakka þeirri stefnu stjórnvalda í Flórída að halda fyrirtækjum gangandi og leggja ekki á íþyngjandi takmarkanir.
Hægt er að fylgjast með Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída á Twitter.