Talið er að yfir 40,000 manns hafi gengið í gegnum Vínarborg í Austurríki í dag til að mótmæla útgöngubanni, lokunum og áformum stjórnvalda um skyldubólu-
setningu. Mótmælendur fjölmenntu þrátt fyrir útgöngubannið sem sett var á alla landsmenn fyrir tveimur vikum.
Fólkið bar skilti sem sögðu: „Ég tek mínar eigin ákvarðanir“, „Gerum Austurríki frábært aftur“ og „Nýjar kosningar,“ til marks um pólitískt umrót í landinu en tveir kanslarar hafa sagt af sér á síðustu tveimur mánuðum.
,,Ég er hér vegna þess að ég er á móti þvinguðum bólusetningum. Ég er hlynntur mannréttindum og það þarf að stöðva þessi mannréttindabrot," sagði einn mótmælendanna við Reuters sjónvarpið.
„Við erum að vernda börnin okkar,“ sagði annar.
Um 1.200 lögreglumenn voru sendir til að takast á við mótmælendur sem sameinuðust í gönguna í miðborginni.
Lögreglan taldi fjölda mótmæla vera yfir 40.000 en um 1.500 efndu til gagnmótmæla.
Lögreglumenn notuðu piparúða á suma mótmælendur sem skutu flugeldum að lögreglunni og nokkrir voru handteknir.
Á samskiptamiðlum er fjöldi myndbanda sem sýna mannfjöldann og einnig mótmælendur brjótast í gegnum varnarvegg lögreglunnar.
Tvö þeirra fylgja hér með: