Tveir knattspyrnumenn Berliner AK hnigu niður eftir leik

frettinErlent

Ógnvekjandi atburður átti sér staða hjá fótboltaliðinu Berliner AK. Eftir útileik liðsins við Carl Zeiss Jena á föstudagskvöldið hnigu tveir leikmenn Berliner AK niður. Þetta voru þeir Ugur Ogulcan Tezel og Kwabe Schulz sem báðir fengu verk fyrir hjartað og þurftu á neyðaraðstoð læknis að halda. Báðum var gefið súrefni.

Þjálfarinn André Meyer staðfesti þetta í morgun. Sagt er frá því í fréttinni að hópsmit hafi komið upp hjá liðinu í nóvember sl. Tíu leikmenn auk þriggja umsjónarmanna smituðust og segir bráðalæknirinn sem veitti læknishjálpina að samband væri þar á milli.

Þess má geta að milljónir manna smituðust og/eða veiktust af Covid á síðasta ári en það voru þó ekki nærri daglegar fréttir af fótbolta- og íþróttamönnum auk áhorfenda sem duttu niður eins og dauðar flugur.

Fréttin.is hefur birt margar þessara frétta undanfarnar vikur. Til dæmis þessa.