Friðsöm mótmæli í Brussel enduðu með óeirðum

frettinErlent

Belgíska lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel í dag og keyrði um á vatnsdælubílum og dældi vatni á mannskapinn. Friðsamleg ganga með þúsundum manna fór fram fyrr um daginn en endaði með óeirðum. Meðal mótmælenda voru slökkviliðsmenn og leikskólakennarar.

Þúsundir komu saman í borginni til að mótmæla nýjum aðgerðum sem tilkynntar voru á föstudag, en það er þriðja vikan í röð sem stjórnvöld í Belgíu hafa hert reglur sínar vegna aukinna smita sem sagt er að komi í veg fyrir að borgarar fái heilbrigðisþjónustu við lífshættulegum sjúkdómum.

Á föstudaginn tilkynnti Alexander De Croo forsætisráðherra landsins að leikskólar og grunnskólar muni loka viku fyrr vegna jólafrís og börn frá sex ára aldri skuli vera með grímur. Viðburðir innandyra verða aðeins leyfðir með að hámarki 200 manns.

Hægt er að sjá mótmælin á facebook watch hér og á twitter hér neðar.