Sturlun ráðamanna í Ástralíu og skólpvatn

frettinErlent

Skelfilegar fréttir berast daglega af meðferð ráðamanna á þegnum Ástralíu, sem þeir segja gerðar í nafni lýðheilsu og sóttvarna. Hafa fréttir af meðferð fólks af ættum frumbyggja í norðurhluta landsins vakið sérstakan óhug víða um heim.

Hugmyndaflugi að því er virðist sturlaðra ráðmanna Ástralíu virðist líka engin takmörk sett þegar kemur að því að finna leiðir til að kúga þegnanna.

500 íbúar bæjarins Lajamanu fengu að finna fyrir þessu núna í lok nóvember. Bærinn sem er  mjög afskekktur er í Northern Territory fylkinu í norðurhluta Ástralíu um 560 km suðvestur af Katherine. Um 90% íbúanna eru af frumbyggja og/eða Torres Strait Islander uppruna.

ENGIN SMIT, ENGIN VEIKINDI

Þrátt fyrir að engin tilfelli kórónuveirusmita hefðu verið tilkynnt og enginn íbúi í bænum hefði tilkynnt um veikindi dóu ráðamenn ekki ráðalausir heldur ákváðu að loka öllu aðgengi inn og út úr bænum fyrirvaralaust til 11. desember nk.

Ástæðuna sögðu ráðamenn vera þá að COVID-19 leifar hefðu fundist í skólpvatni bæjarins! Þá tóku þeir fram að lágt bólusetningarhlufall bæjarbúa væri áhyggjuefni. Um 60% íbúa hafa fengið einn skammt af tilraunabóluefninu. Hófu ráðamenn í framhaldinu fjöldaprófun á íbúum og lokuðu skólum og leikskólum. Ekki kemur fram að smit eða veikindi hafi fundist.

UMHYGGJA FYRIR ÞEGNUNUM

Að hætti sturlaðra ráðamanna Ástralíu tilkynnti forsætiráðherra fylkisins Michael Gunner þann 27. nóvember að stjórnvöld hefðu aukið viðbúnað á svæðinu vegna umhyggju þeirra fyrir íbúunum og tiltók  „að tryggja að íbúar Lajamanu hafi allt sem þeir þurfa“ og bætti við „Þú ert ekki einn, við erum með þér“. Þá hvatti hann íbúa bæjarins til að vera heima, vera með grímu, taka Covid-19 próf og síðast en ekki síst láta bólusetja sig.

REGLUR Á LOKUNARTÍMABILINU, FRELSISSVIPTING

Stjórnvöld settu íbúum bæjarins þær reglur á lokunartímabilinu að þeir ættu að halda sig heima og íbúum væri aðeins heimilt að fara þaðan af eftirtöldum fimm ástæðum:

  1. Læknismeðferð, þar með talið COVID-próf eða bólusetning
  2. Kaupa nauðsynlegar vörur og þjónustu, eins og matvörur og lyf. Aðeins einn heimilismaður ætti að heimsækja verslunina, einu sinni á dag.
  3. Vegna vinnu sem talin væri nauðsynleg.
  4. Vegna útiæfingar í eina klukkustund á dag innan 5 km frá heimili með einum öðrum einstaklingi eða fólki frá sama húsi.
  5. Að veita fjölskyldumeðlimi eða einstaklingi umönnun og stuðning sem getur ekki framfleytt sér. Aðeins í neyðartilvikum.

Þá var öllum sem höfðu farið frá bænum síðan 15. nóvember fyrirskipað að fara í einangrun, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða prófs væri neikvæð.

Ekki kemur fram að rætt hafi verið við íbúa bæjarins og þeir inntir álits á nauðsyn þessara ákvarðana stjórnvalda í ljósi þess að engin smit eða veikindi væru meðal íbúanna.

Heimild