Í nýrri rannsókn sem birt var í Science Advances telja vísindamenn sig mögulega hafa fundið ástæðuna að baki blóðtappamyndunar sem AstraZeneca bóluefnið hefur valdið og leit fjölda fólks til dauða.
Þessi nýja rannsókn, sem unnin var af teymi breskra og bandarískra vísindamanna auk sérfræðinga frá AstraZeneca, bendir til þess að víxl verkun milli veiru (adenovirus) sem notuð er í bóluefninu og próteins (platelet factor 4) í blóði sjúklingsins geti verið ástæðan fyrir ástandi sem sérfræðingar nefna VITT (Vaccine-induced immune thrombotic thrombocytopenia).
Hið svonefnda VITT ástand er talið geta valdið keðjuverkun í ónæmiskerfinu sem veldur því að blóðtappar myndast. VITT er þekkt hjá þeim sem hafa fengið AstraZeneca en það er líka þekkt hjá þeim sem hafa fengið Janssen bóluefnið. Flestir sem hafa fengið VITT hafa verið undir 60 ára aldri, bæði karlar og konur. Í dag er fólki undir 40 ára er t.d. ekki lengur boðið AstraZeneca í Bretlandi vegna hættunnar á blóðtappamyndun.
„VITT gerist aðeins í mjög sjaldgæfum tilfellum vegna þess að keðja flókinna atburða þarf að eiga sér stað til að kalla fram þessa ofur sjaldgæfu aukaverkun,“ útskýrði prófessor Alan Parker, hjá læknadeild háskólans í Cardiff. Þá sagðist hann vonast til þess að hægt verði að nota niðurstöðurnar til að skilja betur sjaldgæfar aukaverkanir þessara nýju bóluefna og hugsanlega til að hanna ný og endurbætt bóluefni.
Almennt er talið að aðeins lítill hluti aukaverkana séu tilkynntar. Í samræmi við það er ekki ólíklegt að þeir 73 einstaklingar sem staðfest er að hafi látist af völdum AstaZeneca í Bretlandi og 8 í Ástralíu, séu raunverulega fleiri. Af tilkynntum tilfellum hafa um 25% þeirra leitt til dauða. Fyrst var farið var að nota AstraZeneca í lok desember 2020.
Meðal látinna af völdum AstraZeneca er þekkt fólk eins og BBC fréttaþulan Lisa Shaw og söngvarinn Zion.
Heimildir: