ITV morgunverðarsjónvarpsþátturinn "Good Morning Britain“ í Bretlandi fékk bakslag á samfélagsmiðlum eftir að hafa eytt skoðanakönnun sem sýndi að mikill meirihluti svarenda var andvígur því að bólusetning yrði gerð að skyldu.
Í könnuninni sem var gerð á Twitter sl. þriðjudag var spurt hvort „tími væri kominn til að gera bólusetningu að skyldu“ til að bregðast við útbreiðslu Omicron afbrigðisins.
Fljótlega voru meira en 42.000 búnir að greiða atkvæði. Alls 89% þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti öllum áætlunum um að gera bólusetningu að skyldu, en aðeins 11% voru fylgjandi. Eftir að könnunin fékk mikla dreifingu tóku notendur samfélagsmiðla hins vegar eftir því að henni hafði verið eytt af Twitter-síðu Good Morning Britain og gagnrýnendur sökuðu þáttastjórnendur um að reyna að hylma yfir almenna samstöðu.
„Af hverju eydduð þið þessari könnun, er það vegna þess að sett var spurningarmerki við tilgang ykkar? Eða vegna þess að hún sýnir að fólkið styður ekki þetta "s**t", þessa harðstjórnarlegu framtíð sem samstarfsmenn ykkar virðast vilja. Við sjáum í gegnum ykkur,“ sagði einn Twitternotandi en annar sagði: „held að þetta hafi ekki verið svarið sem þeir voru að leita að."
Stjórnendur Good Morning Britain sem ráku fjölmiðlamanninn Piers Morgan fyrir ummæli hans um Meghan Markel fyrr á þessu ári útskýrðu ekki hvers vegna könnunin var fjarlægð.
Þá má velta fyrir sér í ljósi afstöðu stjórnenda Good Morning Britain hvort Piers Morgan sé að reyna að fá starfið sitt aftur í þættinum, en þann 11. nóvember sl. birti hann á Twitter árásir á þá sem ekki vilja bólusetningu með bóluefnum sem enn eru á rannsóknarstigi og líkti þeim við aumingja. Svarið sem hann fékk frá einum notanda, Mr. A, hefur vakið athygli og segir:
"Persónulega, maður sem hef verið sprautaður tvisvar, þá dáist ég að þessu fólki (sem hefur ekki látið sprauta sig). Þrátt fyrir allt sem stjórnvöld og fjölmiðlar hafa gert til að skapa ótta, hótanir um atvinnumissi og að það verði útilokað frá samfélaginu, þá neitar þetta fólk enn að beygja sig. Ef ég þyrfti að fara í stríð þá er það þetta fólk sem ég myndi vilja hafa á bak við mig."
Skjáskot og Twitter færslur má skoða hér neðar.