Öldungadeild Banaríkjaþings samþykkti í dag tillögu um að ekki skyldi leggja bólusetningarskyldu á starfsmenn einkafyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn, eins og Joe Biden forseti hefur ætlað sér.
Tillagan var samþykkt með 52 atkvæðum gegn 48. Tveir demókratar gengu í lið með repúblikönum og greiddu atkvæði með tillögunni.
Ekki er líklegt að fulltrúadeildin samþykki tillöguna þar sem demókratar eru þar í meirihluta. Þá er heldur ekki líklegt að Joe Biden forseti hefði skrifað upp á tillöguna ef hún hefði komin inn á borð hans.
Þetta er því meira táknræn samþykkt á þessu stigi og lýsir hún vilja meirihluta Öldugadeildarinnar.
Mörg mál eru enn fyrir dómstólum vegna áætlunar forsetans.
Alríkisdómstóll hafði þegar stöðvað ætlun forsetans en málaferli vegna ætlunar forsetans er enn ekki lokið og líklegt að málið fari fyrir áfrýjunardómstól og gæti þá jafnvel endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.
Ekki er líklegt að alríkisstjórnin mun hafa erindi sem erfiði fyrir afrýjunardómstól eða Hæstarétti, þar sem meirihluti dómara þeirra eru skipaðir af forsetum sem voru repúblikanar.
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá t.d. CNBC.