FDA í Bandaríkjunum hefur beðið dómara um heimild til að fá 75 ár til að afhenda gögn um bóluefni Pfizer og BioNTech. Þessi nýja beiðni bætir 20 árum við upphaflega beiðni FDA sem var 55 ár.
Upphaflega sögðu embættismenn FDA fyrir dómstólnum að þeir gætu aðeins unnið úr allt að 500 blaðsíðum á mánuði, þar af leiðandi miðaði FDA við að verkið tæki rúm 50 ár.
Í uppfærðri greinargerð fyrir dómstólnum segir FDA, sem er fulltrúi milljarða dollara fyrirtækjanna, fyrir dómstólnum að þau geti afhent eitthvað meira en „500 blaðsíður á mánuði“ eins og áður áður var tekið fram. Hins vegar, eftir að það ,,uppgötvuðust" meira en 59.000 viðbótarsíður af gögnum þyrfti 20 ár í viðbót til að verða við kröfu dómstólsins um afhendingu skjalanna.
Lögmaðurinn Aaron Siri, sem rekur málið fyrir samtökin Public Health and Medical Professionals for Transparency, fullyrðir að FDA sé vísvitandi að verða ekki við frekari beiðnum um afhendingu gagna.
Um ástandið sem ríkir segir Siri:
„Ef þér finnst erfitt að trúa því sem þú ert að lesa þá er það er vegna þess að það er dystópískt (mikið óréttlæti) af stjórnvöldum að gefa Pfizer milljarða, skipa Bandaríkjamönnum að láta bólusetja sig, banna Bandaríkjamönnum að lögsækja fyrir skaða sem hlýst, en neita á sama tíma að leyfa Bandaríkjamönnum að sjá gögnin sem liggja til grundvallar leyfinu [bráðabirgðaleyfi FDA]."
Siri bendir á að mál hans sé flutt fyrir hönd þekktra lækna og vísindamanna, þar á meðal Dr. Carole Browner, rannsóknarprófessors við University of California, David Geffen við School of Medicine í Los Angeles, Peter Doshi, dósents við lyfjafræðideild háskólans í University of Maryland og Dr. Harvey Risch, prófessor í faraldsfræði við Yale School of Public Health.
Til að sýna fram á fáránleika beiðninnar um 75 ár til að afhenda gögnin, bendir lögfræðiteymi Siri á að „FDA eyddi aðeins 108 dögum í að fara yfir [gögnin] áður en stofnunin veitti Pfizer-BioNTech bóluefninu leyfi til neyðarnotkunar."
Enn fremur tekur Siri fram að:
„Í mörgum nýlegum málum, til að fullnægja kröfum laganna Freedom of Information Act ( FOIA) um að „gera skjölin tafarlaust aðgengileg,“ hafa dómstólar miðað við að stofnanir, þar á meðal FDA, afhendi 10.000 eða fleiri blaðsíður á mánuði og þau fordæmi dómstólanna fólu ekki í sér beiðni sem var nærri því eins mikilvæg - þ.e. gögn sem liggja til grundvallar leyfisveitingu á ábyrgðarlausri vöru sem alríkisstjórnin krefst að næstum allir Bandaríkjamenn noti.
FDA sagði fyrir dómnum að umrædd gögn væru hjá Center for Biologics Evaluation and Research, sem hefur aðeins tíu starfsmenn, þar af tveir nýir, og skýrir það því hægan vinnsluhraða.
„Það verður að fara yfir hverja línu á hverri síðu til að tryggja að gögnin séu rétt“ segir í greinargerð FDA.
Líklega er óþarfi að taka það fram en mikill fjöldi áhyggjufullra borgarar bíða í öngum sínum eftir niðurstöðu dómara.
Hér má lesa um gögn frá Pfizer sem þegar hafa fengist afhent.
Heimildir The Epoch Times og Resist The Mainstream.