Heimilt að framselja Assange til Bandaríkjanna

frettinErlent

Yf­ir­rétt­ur í Bretlandi hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að það sé heim­ilt að fram­selja Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, til Banda­ríkj­anna. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn hef­ur þar með snúið við dómi á neðra dóm­stigi.

Fram kem­ur í er­lend­um fjöl­miðlum að þetta þyki vera mikið högg fyr­ir Assange, sem er fimm­tug­ur Ástr­ali og hef­ur í ár­araðir reynt að kom­ast hjá framsali, en hann er m.a. sakaður um njósn­ir í Banda­ríkj­un­um.

Lög­menn Assange hafa tök á að áfrýja niður­stöðunni.

Í janú­ar komst bresk­ur héraðsdóm­ari að þeirri niður­stöðu að Assange yrði ekki fram­seld­ur vegna áhyggna um geðheilsu hans og að sú hætta væri fyr­ir hendi að hann myndi reyna sjálfs­víg í banda­rísku fang­elsi.

Banda­rísk stjórn­völd hafa viljað draga Assange fyr­ir dóm­stóla í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að hafa árið 2010 birt leyni­leg skjöl banda­ríska hers­ins um stríðrekst­ur­inn í Af­gan­ist­an og Írak.

Tveggja daga vitna­leiðslur fóru fram í októ­ber þar sem banda­rísk­ir lög­menn héldu því fram að dóm­ar­inn sem kvað upp sinn úr­sk­urð í janú­ar hefði ekki tekið al­menni­lega til greina aðra vitn­is­b­urði sér­fræðinga sem höfðu metið geðheilsu Assange.

Þá reyndu þeirra að sann­færa dóm­stól­inn um að Assange yrði ekki vistaður á ein­angr­un í há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi og að hann myndi hljóta viðeig­andi meðferð.

Í kjöl­far niður­stöðu yf­ir­rétt­ar­ins þá fer málið aft­ur til meðferðar hjá héraðsdómi. Stella Mor­is, unn­usta Assange, seg­ir að mál­inu verði áfrýjað sem fyrst.

Málið gegn Assange hef­ur staðið yfir í ára­tug þar sem stuðnings­menn Assange halda því fram að Wiki­leaks eigi sama rétt og aðrir fjöl­miðlar til að birta leyniskjöl sem varða al­manna­hags­muni.

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir það hræðilegt að heim­ild hafi verið veitt fyr­ir því að fram­selja Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks, frá Bretlandi til Banda­ríkj­anna, þar sem hann á yfir höfði sér lang­an fang­els­is­dóm vegna meintra brota gegn njósna­lög­gjöf lands­ins.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Bretlandi sneri í morg­un við dómi und­ir­rétt­ar, sem úr­sk­urðaði í janú­ar að Assange skyldi ekki fram­seld­ur vegna áhyggna um geðheilsu hans.

„Þetta eru skelfi­leg­ar niður­stöður og ger­sam­lega óhugs­andi og órök­leg­ar í alla staði,“ seg­ir Krist­inn í sam­tali við mbl.is.

Lof­orð Banda­ríkja­manna loftið eitt

Hann seg­ir óskilj­an­legt að dóm­ara í áfrýj­un­ar­dóm­stóln­um hafi borið skylda til þess að gefa Banda­ríkja­mönn­um tæki­færi til þess að leggja fram lof­orð um að vel yrði hugsað um Assange í hönd­um þarlendra yf­ir­valda.

Krist­inn seg­ir að trygg­ing­ar Banda­ríkja­manna þar um haldi engu vatni og bend­ir á að mögu­lega geti stofn­un, sem áformaði að ráða Assange af dög­um, farið fram á ör­yggis­vist­un hans í ein­angr­un.

„Það er eng­an veg­inn hægt að skilja rök­leg­ar for­send­ur í þeim dómi, sem kemst að þeirri niður­stöðu að und­ir­rétt­ar­dóm­ar­an­um hafi borið ein­hver skylda til þess að upp­lýsa Banda­ríkja­menn og gefa þeim tæki­færi á að leggja fram ein­hvers kon­ar trygg­ing­ar um að farið yrði vel með Ju­li­an þá og þegar hann yrði fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna,“ seg­ir Krist­inn og bæt­ir við að trygg­ing­ar Banda­ríkja­manna, um að vel yrði farið með Assange í þarlendu fang­elsi, séu inn­an­tóm lof­orð:

„Ekk­ert af þessu held­ur nokkru vatni. Fyr­ir það fyrsta er til fjöldi úrræða til þess að setja menn í ein­angr­un­ar­vist, meðal ann­ars get­ur banda­ríska leyniþjón­ust­an kraf­ist slíkr­ar vist­un­ar og þá erum við kom­in í þá stöðu að stofn­un, sem var að gera áætlan­ir um að taka hann af lífi – miðað við frétt­ir sem bár­ust fyr­ir nokkr­um vik­um síðan og hef­ur ekki verið hafnað með nein­um hætti – muni taka ákvörðun um ör­lög hans. Í öðru lagi er ekki nokk­ur leið fyr­ir hann að afplána ein­hvern dóm í Ástr­al­íu fyrr en öll áfrýj­unar­úr­ræði eru tæmd í Banda­ríkj­un­um.“

Krist­inn seg­ir einnig að farið hafi verið ofan í saum­ana á þeim lof­orðum sem Banda­ríkja­menn gefa um að þeir fari mjúk­um hönd­um um Assange og að niðurstaðan sé sú að það sé ekk­ert hæft í neinu slíku.

„Ég vil benda á það að Am­nesty In­ternati­onal hef­ur farið ít­ar­lega ofan í þess­ar trygg­ing­ar, sem Banda­ríkja­stjórn henti fram eft­ir að þeir töpuðu mál­inu í und­ir­rétti, og kom­ist að þeirri niður­stöðu að þær séu full­kom­lega hald­laus­ar og halda ekki vatni.“

Slæmt fyr­ir blaðamennsku um heim all­an og slæmt fyr­ir mann­rétt­indi

Krist­inn seg­ir að fólkið í kring­um Assange hafi mikl­ar áhyggj­ur af fram­vindu máls­ins og framtíð Assange, sér­stak­lega ef mál­inu lýk­ur með því að hann verði fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna.

„Auðvitað höf­um við það," seg­ir hann aðspurður. „Og nú verður málið sent aft­ur til und­ir­rétt­ar til endurákvörðunar þar sem dóm­ar­an­um verður skylt að taka til­lit til dóms áfrýj­un­ar­rétt­ar­ins og breyta niður­stöðu sinni, en þá verður þeim dómi áfrýjað að nýju og við tek­ur ann­ar hring­ur í bresku dóms­kerfi, það er að segja ef áfrýj­un­ar­rétt­ur­inn fellst á og heim­il­ar áfrýj­un. Það er nátt­úru­lega al­gjör­lega ótækt að hann verði þar á meðan að sitja í gæslu­v­arðhaldi í mesta ör­ygg­is­fang­elsi Bret­lands. Hann er þegar bú­inn að sitja þar í tvö ár sem er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt mann­rétt­inda­brot gegn hvaða ein­stak­lingi sem er. Þannig slag­ur­inn held­ur áfram.“

mbl.is sagði frá.