Harnaaz Sandhu var krýnd Miss Universe í Eilat í Ísrael í nótt og er þetta í 70. sinn sem keppnin var haldin og var henni streymt beint í hátt í 200 löndum um heim allan. Hin 21 árs fegurðardís kemur frá Punjab héraði á Indlandi og er einnig þekkt Bollywood leikona.
Ungfrú Paragvæ, Nadia Ferreira, lenti í öðru sæti í keppninni og Ungfrú Suður Afríka, Lalela Mswane, lenti í því þriðja. Elísa Gróa Steinþórsdóttir tók þátt í keppninni fyrir hönd Íslands en komst ekki á pall að þessu sinni.
Þátttaka fegurðardrottninga frá mörgum ríkjum hefur verið gagnrýnd en íþrótta- og menningarmálaráðherra Suður Afríku hvatti keppendur í landinu til að taka ekki þátt í keppninni í ár og hópar aðgerðasinna í Palestínu höfðu einnig hvatt fegurðardrottningar til að taka ekki þátt í keppninni í ár.
Keppendur hafa þó svarað gagnrýninni og sagði Ungfrú Mexíkó, Andrea Meza, í viðtali fyrr á þessu ári að Miss Universe væri ekki pólitísk hreyfing, né trúarhreyfing, heldur snerist hún einfaldlega um konur og hvað þær hefðu fram að færa.
Tilkynningu frá Miss Univerce Iceland má sjá hér að neðan og með því að smella hér.