Ungfrú Indland valin Miss Universe

frettinErlent

Harnaaz Sand­hu var krýnd Miss Uni­verse í Eilat í Ísra­el í nótt og er þetta í 70. sinn sem keppn­in var hald­in og var henni streymt beint í hátt í 200 lönd­um um heim all­an. Hin 21 árs fegurðardís kemur frá Punjab héraði á Indlandi og er einnig þekkt Bollywood leikona.

Ung­frú Parag­væ, Nadia Fer­reira, lenti í öðru sæti í keppn­inni og Ung­frú Suður Afr­íka, Lalela Mswane, lenti í því þriðja. Elísa Gróa Steinþórs­dótt­ir tók þátt í keppn­inni fyr­ir hönd Íslands en komst ekki á pall að þessu sinni.

Þátt­taka feg­urðardrottn­inga frá mörg­um ríkj­um hef­ur verið gagn­rýnd en íþrótta- og menn­ing­ar­málaráðherra Suður Afr­íku hvatti kepp­end­ur í land­inu til að taka ekki þátt í keppn­inni í ár og hóp­ar aðgerðasinna í Palestínu höfðu einnig hvatt feg­urðardrottn­ing­ar til að taka ekki þátt í keppn­inni í ár.

Kepp­end­ur hafa þó svarað gagn­rýn­inni og sagði Ung­frú Mexí­kó, Andrea Meza, í viðtali fyrr á þessu ári að Miss Uni­verse væri ekki póli­tísk hreyf­ing, né trú­ar­hreyf­ing, held­ur sner­ist hún ein­fald­lega um kon­ur og hvað þær hefðu fram að færa.

Tilkynningu frá Miss Univerce Iceland má sjá hér að neðan og með því að smella hér.