Börn í Kanada fá ekki að taka þátt í íþróttum nema bólusett

frettinErlent

Dr. Kieran Moore, landlæknir Ontario í Kanada, hefur tilkynnt að fylkið sem er það fjölmennasta í Kanada muni gera þá kröfu að börn 12-17 ára sem vilja stunda íþróttir verði að framvísa Covid bólusetningapassa til að mega taka þátt. Reglurnar taka gildi 20. desember nk.

Í Toronto, höfuðborg Ontario, tóku sömu reglur gildi í byrjun nóvember,  fyrir 12-17 ára, en þá aðeins fyrir íþróttastarfsemi sem fer fram innandyra.

Hér tilkynnir Dr. Moore þessar nýju reglur fyrir börnin: