Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríufylkis í Ástralíu, hefur verið stefnt fyrir dóm vegna ákæru á hendur honum fyrir landráð.
Ákæran verður tekin fyrir hjá héraðsdómsdómstólnum í Myrtleford og ber Andrews eða löglegum fulltrúa hans að mæta fyrir dómstólinn næstkomandi föstudag.
Um er að ræða einkasakamál, en almennur borgari getur höfðað slíkt mál samkvæmt Áströlskum lögum, greiði hann 85,70 dollara gjald.
Hjá dómstólnum er ákæruvaldið skráð ,,óþekkt" í málaskránni en talið er að kunnir baráttumenn gegn takmörkunum og þvingunum stjórnvalda séu á bakvið málið, þeir Jim Rech og ljósmyndarinn Dezi Freemann.
Ákæran hefur ekki verið birt en samkvæmt fjölmiðlum tekur ákæruefnið til landráðs og svika, þó það séu ekki einu ákæruefnin.
Þetta úrræði á sér gamla sögu í Ástralíu og fyrir tíma lögreglunnar og saksóknara þegar borgarar handtóku sjálfir glæpamenn og báru fram ákæru á hendur þeim fyrir dómstólum.
Í dag hafa slíkar einkamálsóknir að mestu verið notaðar af bæjarstjórnum, byggingaryfirvöldum og dýraverndunarsamtökum. Þó hefur almenningur nýtt sér þetta úrræði þegar hann hefur talið stjórnvöld ekki hafa fylgt eftir kærum og kröfum þeirra um réttlæti.
Slíkar málsóknir geta verið flóknar lögfræðilega séð og þetta mál gæti endað á borði yfirsaksóknara slíkra einkamálasaksókna vegna alvarleika ákæruefnisins og færi hann þá með forræði málsins. Verði Andrews fundinn sekur gæti hann átt dauðadóm yfir höfði sér.
Málið hefur valdið verulegum óþægindum innan stjórnar Viktoríufylkis og er reiknað með að lögmaður muni mæta fyrir hönd Dan Andrews á föstudaginn.