Körfuboltaliðið AEK Athens hefur staðfest að serbneski leikmaðurinn Stevan Jelovac sé látinn eftir að hafa fengið heilablóðfall 32 ára að aldri. Hann hneig niður á æfingu 14.nóvember sl., nokkrum vikum áður en hann lést.
"Baráttumaður okkar, bróðir okkar, Stevan er orðinn að engli. Hann flaug til himins," sagði AEK í yfirlýsingu á sunnudag.
Áður en Jelovac gekk til liðs við AEK lék hann með liðunum Vizura og Crvena Zvezda í Serbíu, og Antalya BB og Gaziantep í Tyrklandi, og einnig Japanska liðinu San-en NeoPhoenix.
Forseti tyrkneska körfuknattleikssambandsins, Hidayet Turkoglu, vottaði samúð sína vegna andláts Jelovac á Twitter: "RIP Stevan Jelovac. Ég votta fjölskyldu hans og ástvinum samúð mína."