Serbneski körfuboltamaðurinn Stevan Jelovac látinn eftir heilablóðfall

frettinErlent

Körfuboltaliðið AEK Athens hefur staðfest að serbneski leikmaðurinn Stevan Jelovac sé látinn eftir að hafa fengið heilablóðfall 32 ára að aldri. Hann hneig niður á æfingu 14.nóvember sl., nokkrum vikum áður en hann lést.

"Baráttumaður okkar, bróðir okkar, Stevan er orðinn að engli. Hann flaug til himins," sagði AEK í yfirlýsingu á sunnudag.

Áður en Jelovac gekk til liðs við AEK lék hann með liðunum Vizura og Crvena Zvezda í Serbíu, og Antalya BB og Gaziantep í Tyrklandi, og einnig Japanska liðinu San-en NeoPhoenix.

Forseti tyrkneska körfuknattleikssambandsins, Hidayet Turkoglu, vottaði samúð sína vegna andláts Jelovac á Twitter: "RIP Stevan Jelovac. Ég votta fjölskyldu hans og ástvinum samúð mína."

Heimild.