Keechant Sewell, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Nassau-sýslu, verður fyrsti kvenkyns lögreglustjóri New York borgar og tekur þar með við stærsta lögregluliði þjóðarinnar.
Ráðning Sewell sem búist er við að verði tilkynnt á miðvikudag, er talin ein mikilvægasta ákvörðunin fyrir Eric Adams, verðandi borgarstjóra, en hann er þegar byrjaður að raða upp í stjórn sína.
Val á Sewell var staðfest á þriðjudagskvöldið af Evan Thies, talsmanni Adams. Sewell var valin úr hópi umsækjenda með mikla reynslu innan lögreglunnar í New York og hafa stjórnað stórum lögregludeildum víðs vegar um landið.
Borgarstjórinn sem er sjálfur fyrrverandi lögreglustjóri, bauð sig fram sem miðjumaður í forkosningum demókrata, og lofaði að bregðast við auknu ofbeldi og koma í veg fyrir spillingu innan lögreglunnar. Hann segist treysta Sewell til að aðstoða við að ná árangri í þeim áætlunum.
New York Post greindi fyrst frá ráðningu Sewell, „og er hún sögð með mikla reynslu á sviði sakamála og hafi allt sem þarf til að veita bæði öryggið sem New York-búar þurfa og réttlætið sem þeir eiga skilið.
Aðili sem er nákominn borgarstjóranum sagði að hann hefði verið hrifinn af sjálfstrausti og hæfni Sewell og reynslu hennar í leyniþjónustunni. Í 23 ár starfaði Sewell sem yfirmaður í fíkniefnadeildinni og stórmáladeildinni og sem gíslasamningamaður hjá lögreglunni í Nassau. Hún var gerð að yfirlögregluþjóni í september 2020.
Laura Curran, framkvæmdastjóri Nassau-sýslu, sagði í viðtali á þriðjudag að Sewell væri „dásamlegur kostur“ til að leiða lögregluna í New York.
New york times greindi frá.