Fækka áhorfendafjölda í 9999 til að komast hjá hraðprófum og Covid skilríkjum

frettinErlentLeave a Comment

C-deildarliðið Carlisle United í Englandi hefur tilkynnt að það mun takmarka áhorfendafjölda á heimaleikjum sínum við 9.999 manns sem er nærri helmingur þess sem völlurinn tekur. Þannig komast þeir framhjá því að krefja áhorfendur um framvísun bólusetningapassa eða hraðprófa til að komast inn á Brunton Park leikvanginn.

Þingið samþykkti notkun passanna fyrir ákveðna staði og viðburði í Englandi frá og með 15. desember, þar á meðal fyrir næturklúbba og alla viðburði sem eru fyrir 10.000 manns eða fleiri.

Brunton Park völlurinn tekur alls 17.949 manns þó fjöldi áhorfenda hafi ekki farið yfir 8.000 það sem af er leiktímabilinu en félagið hefur tilkynnt að það muni draga úr heildarfjölda leyfilegra áhorfenda þannig að ekki þurfi að framvísa bóluefnaskilríkjum eða hraðprófum til að komast inn á völlinn.

Breytingin verður til þess Brunton Park mun bjóða upp á alls 6.000 sæti og 3.999 stæði.

Carlisle United bætti því við að notkun andlitsgríma verði ekki skylda í sætum eða á veröndum en grímureglum verði þó framfylgt á innisvæðum vallarins.

Í yfirlýsingu félagsins segir: „Liðið getur staðfest að ekki verðu krafist bólusetningaskilríkja á Brunton Park vellinum eins og er."

„Það verður engin krafa um að sýna bólusetningskilríki eða hraðpróf til að mæta á völlinn og horfa á leiki. Stuðningsmenn þurfa ekki að vera með andlitsgrímu þegar þeir eru í sætum sínum eða á veröndinni.

„Allir stuðningsmenn 11 ára og eldri verða samkvæmt lögum að vera með grímu þegar þeir eru staðsettir á öllum svæðum innanhúss á vellinum, nema þegar þeir fá sér drykk eða mat, eða eru undanskildir grímunotkun.

Daily Mail er með fréttina.

Skildu eftir skilaboð