Hollenski stjórnmálamaðurinn Thierry Baudet, sagði á Twitter að óbólusett fólk væri „nýju gyðingarnir“ og þeir sem litu famhjá útilokununum (þeirra óbólusettu) væru „nýju nasistarnir.“
Skrif Baudet og myndbirtingar leiddu til málshöfðunar af hálfu eftirlifendum helfararinnar og annarra gyðinga og hefur dómstóll dæmt stjórnmálamannin til að eyða færslunum innan tveggja sólarhringa eða eiga yfir höfði sér dagsektir upp á 25.000 evrur.
Dómari dæmdi hann fyrir að „móðga fórnarlömb helfararinnar og ættingja þeirra að tilefnislausu.“
Honum hefur einnig verið bannað að birta myndir af helförinni í umræðum í tengslum hollenskar Covid reglur.
Baudet birti samsetta mynd, sem fylgir þessari frétt, og sýnir annars vegar ungan hollenskan dreng sem meinað var um aðgang að jólaskemmtun og hins vegar gyðing fyrir framan pólskt gettó á stríðstímunum, rétt áður en hann var numinn á brott.
Hann birti líka mynd af Buchenwald útrýmingarbúðunum í Þýskalandi og skrifaði: „Hvernig er ekki hægt að sjá að sagan er að endurtaka sig.“ BBC segir frá.
Spyrja má hvort stjórnmálamaðurinn hafi ekki eitthvað til síns máls, því þess má til dæmis geta að börn á aldrinum 12-17 ára mega ekki lengur taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi í Kanada hafi þau ekki fengið Covid sprautur.
One Comment on “Stjórnmálamaður dæmdur fyrir samanburð á helförinni og ,,sóttvarnaútilokunum“”
Thierry Baudet hefur alveg rétt fyrir sér.