Veiran hafi líklegast lekið af rannsóknastofu

frettinErlentLeave a Comment

Leki af rann­sókna­stofu þykir nú lík­leg­asti upp­runi kór­ónu­veirunn­ar, sem veld­ur sjúk­dómn­um Covid-19. Þetta hef­ur vís­inda- og tækn­i­nefnd breska þings­ins verið tjáð.

Dr. Al­ina Chan, sér­fræðing­ur í genameðferðum og frumu­verk­fræði við MIT- og Har­vard-há­skóla, sagði nefnd­inni einnig að mögu­lega hefði veir­an verið búin til á rann­sókna­stof­unni.

Eft­ir tveggja ára leit hafi enn ekki fund­ist dýr með veiruna í grennd við borg­ina Wu­h­an, þar sem henn­ar varð fyrst vart.

Ekki ör­uggt fyr­ir fólk að stíga fram

„Ég tel að upp­runi á rann­sókna­stofu sé lík­legri en ekki,“ sagði dr. Chan.

„Akkúrat núna er ekki ör­uggt fyr­ir fólk, sem þekk­ir upp­runa far­ald­urs­ins, að stíga fram. En við erum uppi á tím­um þar sem svo mikið magn upp­lýs­inga er geymt, að þær munu á end­an­um koma í ljós.“

Þegar hefðu marg­ir framúrsk­ar­andi veiru­fræðing­ar sagt það raun­hæf­an mögu­leika að veir­an hefði verið búin til.

„Og þar á meðal eru veiru­fræðing­ar sem gerðu breyt­ing­ar á fyrstu Sars-veirunni,“ bætti hún við, en fjallað er um málið á vef breska dag­blaðsins Tel­egraph.

Vildu horn á hesta og svo kom ein­hyrn­ing­ur

„Við vit­um að þessi veira er með ein­stak­an eig­in­leika, sem kall­ast klofn­ings­svæði fúríns (e. fur­in clea­vage site), og án þessa eig­in­leika þá er úti­lokað að hún væri að valda þess­um far­aldri,“ sagði dr. Chan.

Benti hún á til­lögu hefði verið lekið, sem sýndi að sjálf­seign­ar­stofn­un­in EcoHealth og Veiru­fræðistofn­un­in í Wu­h­an voru að búa til ferli til að bæta við nýj­um klofn­ings­svæðum fúríns.

„Þannig að, þú ert með þessa vís­inda­menn sem segja snemma á ár­inu 2018: „Ég ætla að setja horn á hesta“, og í lok árs 2019 skýt­ur ein­hyrn­ing­ur upp koll­in­um í Wu­h­an-borg.“

Of­an­greint klofn­ings­svæði hef­ur verið talið ástæðan fyr­ir því að veir­an er eins smit­andi og raun ber vitni.

Ekk­ert dýr fund­ist

Ví­sigreif­inn Ridley, sem sit­ur í lá­v­arðadeild­inni og hef­ur ásamt dr. Chan skrifað bók um upp­runa veirunn­ar, sagðist einnig þeirr­ar skoðunar að lík­leg­ast hefði veir­an lekið af rann­sókna­stofu.

Tjáði hann þing­mönn­um:

„Ég tel einnig að það sé lík­legra en ekki, vegna þess að við verðum að horf­ast í augu við þá staðreynd að eft­ir tvo mánuði viss­um við upp­runa Sars-veirunn­ar, og eft­ir nokkra mánuði viss­um við að Mers-veir­an hefði komið frá kam­eldýr­um, en eft­ir tvö ár höf­um við ekki enn fundið eitt ein­asta sýkta dýr sem gæti hafa komið þessu af stað, og það kem­ur ótrú­lega mikið á óvart.“

Forðuðust ágrein­ing við Kína

Dr. Peter Emba­rek, sem leitt hef­ur hóp á veg­um Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar til að kanna hvernig far­ald­ur­inn hófst, sagði í ág­úst að kín­versk­ur vís­indamaður gæti hafa hrundið hon­um af stað.

Rann­sak­end­ur WHO hafi aft­ur á móti neyðst til að kom­ast að þeirri niður­stöðu að leki frá rann­sókna­stofu væri „ákaf­lega ólík­leg­ur“ í op­in­berri skýrslu sinni, til þess að forðast frek­ari ágrein­ing við kín­versk stjórn­völd.

Mbl greindi frá.

Skildu eftir skilaboð