Endalok Kóreustríðsins formlega samþykkt

frettinErlentLeave a Comment

Norður- og Suður-Kórea, Bandaríkin og Kína eru í grundvallaratriðum sammála um að lýsa yfir formlegum endalokum á Kóreustríðinu sem endaði með vopnahléi, segir Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.

En viðræður hafa enn ekki hafist vegna krafna Norður-Kóreu, bætti hann við.

Kóreustríðið stóð frá 1950 til 1953.

Norður- og Suður-Kórea hafa tæknilega átt í stríði síðan, Norður-Kóera með stuðningi frá Kína og Suður-Kórea frá Bandaríkjunum og setið föst í spennuþrungnu sambandi.

Eftir að hafa gert samskipti við Norðurlönd að hornsteini forsetatíðar sinnar, hefur Moon lengi talað fyrir formlegri yfirlýsingu um endalok átakanna. En eftirlitsmenn telja að það yrði mjög erfitt að ná því.

Moon, sem var nýlega í heimsókn í Ástralíu, talaði á sameiginlegum blaðamannafundi í Canberra ásamt Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu.

Hvað vill Norður-Kórea?


Í september gaf Kim Yo-jong, hin valdamikla systir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til kynna að land hennar væri opið fyrir viðræðum, en aðeins ef Bandaríkin féllu frá því sem hún kallaði „fjandsamlegru stefnu“ gegn þeim.

Norður-Kórea mótmælir stöðugt veru bandarískra hermanna í Suður-Kóreu, sameiginlegum heræfingum sem haldnar eru á hverju ári milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, sem og viðskiptabanni undir forystu Bandaríkjanna gegn vopnaáætlun Norður-Kóreu.

En Bandaríkin hafa ítrekað sagt að Norður-Kórea verði fyrst að leggja niður kjarnorkuvopn sín áður en hægt er að aflétta viðskiptabanni.

Á mánudaginn sagði Moon að Norður-Kórea héldi áfram að gera þessa kröfu sem forsendu fyrir viðræðum.

„Vegna þess getum við ekki sest niður til að ræða saman eða til samningaviðræðna um yfirlýsinguna... við vonum að viðræðurnar verði hafnar,“ sagði hann.

Leiðtogi Suður-Kóreu hefur áður haldið því fram að formleg yfirlýsing um að binda enda á stríðið myndi hvetja Norður-Kóreu til að leggja niður kjarnorkuvopn sín.

Nánar um málið á BBC.

Skildu eftir skilaboð