Kathrin Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna hjá Pfizer, sagði á föstudag á fjarfundi við fjárfesta að fyrirtækið myndi breyta áætlunum sínum varðandi mRNA bólefnaskammta fyrir börn yngri en 5 ára. Fyrirtækið ætlaði nú að prófa þrjá mRNA skammta af COVID-19 bóluefninu hjá yngstu börnunum í stað tveggja eins og upphaflega var áætlað.
Breytingin kemur eftir að fyrstu gögn úr eigin rannsókn fyrirtækisins sýndu að 2-4 ára börn mynduðu ekki eins sterka ónæmissvörun og búist var við með þeim tveimur skömmtum sem þeim voru gefin.
Pfizer ætlaði sér að birta gögn úr rannsókn sinni á börnum yngri en 5 ára fyrir lok ársins. Ekki er ljóst hvernig þessi breyting mun seinka þeirri ætlun fyrirtækisins að bólusetja yngstu börnin.
Pfizer og samstarfsaðili þess BioNTech sögðu að ef þriggja skammta tilraunin gengi vel, stefndu fyrirtækin á að sækja um neyðarleyfi einhvern tímann á fyrri hluta ársins 2022.
Barnaútgáfa af mRNA bóluefninu frá Pfizer er nú þegar fáanleg fyrir 5 - 11 ára börn, er það þriðjungur skammtsins sem gefinn er öllum 12 ára og eldri.
Fyrir börn yngri en 5 ára er Pfizer að prófa enn minni skammt, aðeins 3 míkrógrömm sem einn tíundi af þeim skammti sem fullorðnum er gefinn.
Vísindamenn Pfizer könnuðu mánuði eftir seinni skammtinn hvernig mótefnasvörun litlu barnanna var og þá kom í ljós að ungabörn yngri en tveggja ára höfðu svipað mótefnamagn og fullorðnir, en hjá börnum frá tveggja til fjögurra ára var það lægra.
Pfizer mun því halda áfram með rannsókn sína til að meta áhrifin af þremur skömmtum fyrir börn yngri en 5 ára. Þriðji skammturinn mun verða gefinn um tveimur mánuðum eftir annan skammtinn. Fyrirtækið sagði engin öryggisvandamál hafi komið upp án þess að það væri útskýrt frekar.
Kathrin Jansen vitnaði einnig í önnur gögn sem sýna að örvunarskammtur fyrir 16 ára og eldri veiti sterka vernd sem vonast sé til að muni nýtast við að verjast nýja omicron afbrigðinu.
Fyrirtækin eru einnig að undirbúa prófun örvunarskammts fyrir 5 - 11 ára börn, sem eru nýbúin að fá tveggja skammta mRNA bólusetningu. Verið er að prófa mismunandi skammtavalkosti örvunarskammta.
Jansen sagði að ef þessar rannsóknir á skömmtum fyrir börnin heppnaðist vel, „verðum við með samfellda þriggja skammta bóluefnisaðferð fyrir alla aldurshópa.“
Heimild: The Times of Israel