Myndbandsvettvangurinn Rumble sýnir aftur sitt rétta andlit

frettinErlentLeave a Comment

Kanadíski myndbandsvettvangurinn Rumble sýndi enn og aftur sitt rétta andlit nú í byrjun desember þegar hann hótaði keppinauti sínum Odysee, sem er raunverulegur vettvangur málfresis,  málsókn vegna tísts á Twitter.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rumble grípur til aðgerða sem ganga gegn málfrelsi á netinu. Eins og National File greindi frá í júní breytti Rumble þjónustuskilmálum skyndilega til að banna "hatursorðræðu" og "gyðingahatur" og það á sama degi og Donald Trump gekk til liðs við vettvanginn. Ef það hljómar nákvæmlega eins og sömu þjónustuskilmálar sem stóru tæknifyrirtækin (Big Tech) nota til ritskoðunar, þá er það vegna þess að það er það.


Tístið frá Odysee dró í efa áreiðanleika umferðar á Rumble og fjöldi heimsókna væri tilbúinn til að blekkja fjárfesta. Í tísti Odysee kom fram að Rumble hefði mjög stuttan heimsóknartíma hjá notendum, rúmlega eina og hálfa mínútu fyrir hverja heimsókn. Til samanburðar hefðu aðrir myndbandsvettvangar miklu lengri heimsóknartíma, til dæmis er Odysee með yfir 7 mínútur, Bitchute tæpar 8 mínútur og YouTube er með 21 mínútu.

Svarið sem Odysee fékk var bréf daginn eftir frá lögfræðingum Rumble þar sem hótað var "ákveðnum aðgerðum" ef tístið yrði ekki fjarlægt fyrir klukkan 17:00 þann 10. desember. Þessi viðbrögðu Rumble vaktu auðvitað enn meiri athygli á tísti Odysee eftir að það deildi hótunarbréfinu á Twitter.

Julian Chandra forstjóri Odysee sem hafði þetta að segja um þessa uppákomu:
"Ég bar mikla virðingu fyrir meintu verkefni Rumble. Þessi viðbrögð leiða hins vegar í ljós hver raunveruleg forgangsröðun og viðhorf Rumble eru varðandi opna umræðu og málfrelsi. Þeir hóta málsókn vegna tísts! Ef Rumble stæði virkilega fyrir opinni umræðu og rökræðum eins og það hefur  haldið fram allan þennan tíma, hefði það átt að svara á Twitter."

Af hverju að flytja sig yfir vettvang sem hefur sömu reglur og stóru tæknifyrirtækin (Big Tech)? Af hverju að flytja sig á vettvang sem er háður kanadískum lögum? Af hverju að fara yfir á vettvang sem markaðssetur sig sem vettvang tjáningarfrelsis sem síðan bannar "hatursorðræðu" og sendir lögfræðinga sína á eftir samkeppnisfyrirtæki vegna tísts?

Ekkert af þessu jafnast á við að bjóða upp á sannan valkost við stóru tæknifyrirtækin. Það sem þetta raunverulega þýðir er enn ein niðurrifstilraun hinna ráðandi afla gagnvart raunverulegum valkosti á tæknisviðinu undir forystu fyrirtækja eins og Gab, Odysee, Bitchute og fleiri. Þeim tókst ekki að brjóta þessi fyrirtæki niður í fyrstu tilraun og þeim mun mistakast aftur af einni einfaldri ástæðu. Fólk vill málfrelsi. Það vill ekki að kanadískir öfgar segi segi því að það megi ekki gagnrýna, hæðast að, eða grínast með tiltekna hópa fólks.

Þjónustuskilmálar Rumble eru nú ekkert öðruvísi en hjá hvaða stóra tæknifyrirtæki sem er. Helsti munurinn er sá að ólíkt Rumble eru stóru tæknifyrirtækin bandarísk og hafa því tækifæri til að verja tjáningarfrelsið sem er verndað af stjórnarskrá Bandaríkjannna eins og fyrirtækin Gab og Odysee. Rumble, sem er kanadískt fyrirtæki, gerir það ekki.

Daginn eftir að Odysse barst bréf lögmanna Rumble eyddi fyrirtækið tístinu. Í tísti Odysse þann sama dag, sem sjá má á Twitter síðu þess, hæðist fyrirtækið hins vegar að umferðinni hjá Rumble og tiltekur m.a. að það sé ekkert grunsamlegt við það að meðalnotandinn hætti að horfa eftir eina mínútu á myndbönd sem séu á vefsíðu fyrir lengri myndbönd.

Heimild

Skildu eftir skilaboð