Á föstudaginn tilkynntu Boeing verksmiðjurnar að þær hefðu fallið frá þeirri kröfu að starfsmenn þeirra í Bandaríkjunum skyldu vera bólusettir.Með því eyddi fyrirtækið þeirri óvissu sem snert hafði þúsundir starfsmanna þeirra. Höfðu starfsmennirnir leitað eftir undanþágum sem og farið með málið fyrir dómstóla til að komast undan fyrirætlun Joe Bidens forseta um skyldubólusetningu starfsmanna alríkisverktaka.
Boeing, sem telst til alríkisverktaka, sagði ákvörðunina hafa verið tekna vegna ákvörðunar dómstóls fyrr í mánuðinum sem ógilti kröfuna um að starfsmenn alríkisverktaka skyldu vera bólusettir, eins og Joe Biden hafði fyrirskipað.
Sumar stórar heilsugæslukeðjur og fyrirtæki í Bandaríkjunum eins og General Electric, Spirit AeroSystems og Amtrak hafa einnig fallið frá þeirri kröfu að starfsmenn þeirra séu bólusettir.
Á síðustu vikum hafði fjöldi starfsmanna Boeing sem leitast við að fá undanþágu frá bóluefnaskyldunni af ýmist trúarlegum eða læknisfræðilegum ástæðum. Um 11.000 starfsmenn sem samsvarar 9% af vinnuafli fyrirtækisins höfðu farið þessa leið sem var margfalt hærra hlutfall en stjórnendur höfðu áætlað.
Sú staðreynd að langflestar umsóknir voru á trúarlegum forsendum flæktu einum stærsta vinnuveitanda Bandaríkjanna í deilur um siðferðislegt réttmæti þess að krefjast upplýsinga um trúarskoðanir starfsmanna.
Stjórnendur leituðu því annarra leiða til að halda starfsumhverfinu öruggu og komast þannig hjá fjöldaflótta bæði verkfræðimenntaðra starfsmanna sem og almennra starfsmanna.
Krafa Boeing um bólusetningu hefur leitt til þess að meira en 92% starfsmanna þess í Bandaríkjunum hafa skráð sig sem fullbólusetta eða fengið trúarlega eða læknisfræðilega aðstoð, eins og það er orðað.
„Bólusetningarstaða Boeing gerir fyrirtækið vel í stakk búið til að fara að kröfu alríkisstjórnarinnar ef hún verður tekin aftur upp í framtíðinni,“ sagði Boeing.