Réttast að Þórólfur segi af sér vegna alvarlegra mistaka sem hann gerði

frettinInnlendar1 Comment

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður, fv. héraðsdómari og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokksins, seg­ir að ef fólk standi ekki vörð um frelsi sitt sé hætta á að borg­ar­legt frelsi þeirra verði skert sí­fellt meira. Hann seg­ir ferlið vera orðið mjög sýni­legt á mörg­um sviðum sam­fé­lags­ins. Arn­ar er lögmaður sam­tak­anna Frelsi og ábyrgð sem mót­mælt hafa sótt­varnaaðgerðum og bólu­setn­ing­um hér á landi. Hann var gest­ur bræðranna Gunn­ars og Davíðs Wii­um í hlaðvarpsþætt­in­um Þvotta­húsið.

„Allt í einu átt­ar maður sig á því að þetta er ekk­ert bara eitt­hvað show. Þú ert ekk­ert bara ein­hver fín per­sóna í ein­hverju nefnd­ar­hlut­verki því það fylg­ir þessu mögu­lega bara ein­hver ábyrgð og viltu þá ekki bara axla hana? eða ætl­ar þú bara að flýja hana. Og ef þú ætl­ar bara að flýja hana veistu hvað þú þá ert? Bara pappa­kassi,” seg­ir Arn­ar um upp­lif­un sína á embætt­is­fólki.

Arn­ar seg­ir að þegar talað er um bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni þá sé um til­rauna­efni að ræða. Hann seg­ir fólk sem þiggi bólu­efni sé al­mennt ekki nógu upp­lýst um mögu­leg­ar auka­verk­an­ir, sem hann seg­ir að séu mörg dæmi um hér á Íslandi og í út­lönd­um.

Hvað varðar sjálft bólu­setn­ing­ar­ferlið þá finnst hon­um ein­kenni­legt að fólki sé ekki tjáð það með nein­um hætti hverj­ar mögu­leg­ar auka­verk­an­ir gætu verið við þess­ari lyfja­gjöf eins og ann­ars væri alltaf til staðar í sam­skipt­um lækn­is og skjól­stæðings.

Hann vill meina að ábyrgðar­hlut­inn sé í raun lagður á al­menn­ing, en án þess að upp­lýst samþykki sé til staðar.

Í þess­ari umræðu allri um hvort bólu­efn­in séu yfir höfuð að virka sem skildi, með eða án auka­verk­ana, þá finnst Arn­ari skrítið að lyfið sem slíkt eða fram­leiðandi lyfj­anna fái alltaf að njóta vaf­ans. Í því sam­hengi finnst hon­um ein­kenni­legt að við séum til­bú­in að taka þessa áhættu að hon­um finnst með að bólu­setja börn­in því lyf­in fái að njóta vaf­ans í stað barn­anna.

Hvað varðar vald­beit­ingu og meinta of­rík­is­hegðun seg­ir Arn­ar að við séum ekki enn far­in að sjá það sem er greini­lega orðið sýni­legt í öðrum lönd­um eins og í Aust­ur­ríki, Þýskalandi, Ástr­al­íu og víðar. Hann vill þó meina að það vald sem sótt­varn­ar­lækn­ir virðist hafa sé óeðli­legt og óá­byrgt sér­stak­lega í því ljósi að sótt­varn­ar­lækn­ir í raun af­sali sér allri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem tekn­ar eru í sam­bandi við sótt­varn­araðgerðir, því alltaf sé aðeins um minn­is­blöð að ræða. Loka­ákvörðunin sé alltaf hjá ráðherra sem svo bend­ir bara á móti á sótt­varn­ar­lækni sem sér­fræðing­inn.

„Þórólf­ur er ef­laust bara góður dreng­ur og vel mein­andi en að hafa einn mann með ótemprað svona vald, sér­fræðivald sem að þar að auki er sett­ur á stall af lækna­stétt­inni og það má eng­inn gagn­rýna mann­inn, þetta er sjúk­legt ástand,” seg­ir Arn­ar og bæt­ir við. „Nú ætla ég bara að segja það hér í þess­ari út­send­ingu að ég tel að Þórólf­ur megi sko fara að líta al­var­lega í eig­in barm og ég telji að hon­um hafi orðið á al­var­leg mis­tök 13. des­em­ber sem ættu lík­leg­ast að verða til þess að hann segi af sér,” seg­ir Arn­ar.

Þátt­inn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og í spil­ar­an­um hér að neðan.

Mbl. greindi frá


One Comment on “Réttast að Þórólfur segi af sér vegna alvarlegra mistaka sem hann gerði”

  1. Þórólfur er að bregsst við veiruheimsfaraldri sem skerðir frelsi fólks. Við verðum öll að taka þátt í að spila varnarleikinn. Hlíðum Ölmu Þorólfi og Víði. Hlustum á hvað vísindamenn segja.

Skildu eftir skilaboð