Læknir segir frá því í opinni færslu á facebook síðu sinni að eiginmaður hennar sem einnig er læknir hafi í dag orðið vitni að því í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut að um fjögurra ára gamalt barn hafi komið hlaupandi fram í anddyrið á flótta undan móður sinni og stafsmanni Orkuhússins.
Barnið var að sögn læknisins vitstola af hræðslu og var handsamað af foreldrinu og starfsmanninum, ,,snúið niður í kalt steingólfið í anddyrinu og haldið niðri meðan pinninn var rekinn aftur í nefkokið á því. Hræðsluöskrin voru víst ekki þessa heims.“ Læknirinn ætlaði að skerast í leikinn segir eiginkona hans, en var ekki nægilega snöggur til. ,,Barnið er mögulega traumatíserað fyrir lífstíð segir læknirinn og spyr hvort þetta sé barninu fyrir bestu og hvort ógnin sem að barninu steðji sé nógu stór til að réttlæta svona fasisma.
Þess má geta að flestir þeirra starfsmanna sem starfa við sýnatökur hér á landi er erlent og ófaglært fólk sem hefur farið á kvöldnámskeið til að læra sýnatökur sem þessar. Frettin.is hefur borist sambærilegar frásagnir af þessu tagi.
Uppfært: Manneskja sem þekkir til segir barnið verið sex ára og á skólaskyldu aldri.
6 Comments on “Fjögurra ára barn vitstola af hræðslu í Orkuhúsinu – haldið niðri meðan pinna var rekið upp í nefkokið”
Nú hef ég farið nokkrum sinnum í test og allir sem ég hef þurft að eiga við hafa verið innfæddir Íslendingar….hvaðan hefur Fréttin.is sínar heimildir?
Sæll Einar,
Ég hef farið í sem betur fer bara 2 skipti í þessi PCR próf og annað skipti var erlendur starfsmaður sem var að mjög ófaglegur í sínu starfi og einnig mjög dónalegur. – Konan mín hefur farið í nokkur og lent 2x á erlendum ófaglærðum einstaklingi sem var mjög harðhentur og í öðru skiptinu þegar konan mín hallaði höfðinu aftur enda pinninn komin alltof langt greip hún í handlegg viðkomandi starfsmanns sem öskraði “ don´t touch me “ . Þetta er veruleikinn í dag Einar. Ef þú hefur bara fengið að nýta ísl faglærða einstaklinga í þínum prófunum þá máttu teljast heppinn.
Búin að fara 8 sinnum vinnu minnar vegna í grunnskóla þar sem ég þarf ítrekað alheilbrigð að sanna hreysti mitt. Í 6 skipti voru ólærðir erlendir aðilar í eitt sinn kennarsnemi og eitt sinn kennari í aukavinnu. Ég er orðin þreytt á þessu hringleikaatriði í þessum töluleik og mér er fjandi illa við að láta ólært fólk vaða ítrekað í mín vit en ég er söngkona. Ég skammast mín fyrir þessa fávita menningu….
Ég hef farið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þessi test. Runnið stanslaust tár úr öðru auganu og nefinu í nokkra daga á eftir..Hef fengið kvef í kjölfarið. Það á að sjálfsögðu að vera fólk í þessu starfi með viðeigandi menntun, ekki fólk sem bíður sig fram og hefur enga þekkingu sem getur valdið greinilegum skaða.
Það er ábyrgðaleysi af stjórnvöldum eða landlækni, sóttvarnalækni að leyfa þessu að viðgangast.
Ég gleymdi að taka það fram að ég hef aldrei lent í því að íslensk manneskja hafi tekið sýni hjá mér.
Það að taka barn með valdi sem er vitstola af hræðslu er ein sú mesta grimmd sem ég hef lesið um. Það að foreldri barnsins hafi tekið þátt í því, er ennþá skelfilegra.
Þegar svo er komið að barnið getur ekki einu sinni leitað ásjáar til móður/föður síns eftir öryggi, þá er ástandið orðið ansi slæmt. Blessað barnið að þurfa upplifa það að foreldri þess brást því með ömurlegum hætti. Eitthvað sem bæði barnið og foreldri þess sitja uppi með um ókomin ár. Miskunnarleysi. 💔
For eldri kom ekki skirt framm ad tessi miskunnar lausa var modir bsrnsins Tarf ad fela tad lika ad tetta var Kelling sem gerdi tetta Madur hevdi aldrey samtykt tetta Nema ta mental sjukur sikopat NEI tetta er akkurat Tad sem koma skal Nu havidi gevid Kellingunni allan rett Yfir okkar karlmanna bornum Og tau mistirma teim Atla karlmenn ad lata tar ganga lengra Hvad hevdi verid gert Ef foreldrid hevdi verid madur Ha