Heilbrigðisráðherra hafnaði tveimur kröfum sem fram komu í síðasta minnisblaði sóttvarnarlæknis. Annars vegar þeirri kröfu að skylda börn niður í sex ára aldur til að bera grímur og hins vegar kröfu um að fresta skólahaldi eftir áramót.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-iðnaðar og nýsköpunarráðherra segir það alls ekki óeðlilegt að heilbrigðisráðherra hafi í tveimur atriðum farið gegn minnisblaði sóttvarnalæknis í þetta skiptið og segist styðja báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra. Hún sagði jafnramt að þessi væru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðist hafa skotið rótum býsna víða.
Áslaug Arna sagði það vera hennar einlæga sannfæring að engin ástæða væri til að loka skólum. ,,Afstaða mín skýrist einkum af tvennu," sagði hún. ,,Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af Covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann.
Rík rök eru að baki þeirri ákvörðun að loka ekki skólum. Unga fólkið okkar á það skilið að við fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni og ekki börnunum fyrir aðra hópa."
Þetta kom fram í grein eftir Áslaugu Örnu á miðlinum Innherji.