Áströlsk sundkona slær heimsmet í 100 metra baksundi

frettinErlentLeave a Comment

Sundkonan Kaylee McKeown segir að andlát föður síns fyrir tíu mánuðum hafi veitt henni innblástur til að slá heimsmetið í 100 metra baksundi á sunnudaginn á ástralska ólympíumótinu.

Hin 19 ára gamla McKeown var með tíma upp á 57,45 sekúndur í South Australian Aquatic Center og bætti þar fyrra met upp á 57,57 sekúndur sem Bandaríkjamaðurinn Regan Smith setti árið 2019.

Faðir McKeown, Sholto, lést í ágúst síðastliðnum úr heilakrabbameini.

„Með COVID og andláti föður míns í ágúst á síðasta ári hefur þetta verið gríðarlega mikil hvatning að ná þessu markmiði. Það eru forréttindi að fá að ganga um og lifa á þessari jörð. Mikilvægt er að fylgja sínum markmiðum og láta þau verða að raunveruleika, ég setti þetta markmið ekki einungis fyrir mig heldur einnig fyrir fjölskyldu mína, sagði McKeown."

McKeown setti í síðasta mánuði þáverandi Samveldis- og Ástralíumet upp á 57,63. Rétt fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn gaf Chris Mooney þjálfari hennar til kynna að heimsmetið væri það sem stefnt væri að.

Emily Seebohm sem varð önnur á 58,59 sekúntum tryggði sér þátttökurétt á sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Skildu eftir skilaboð