Finnskir prestar hafa tekið upp á því að banna óbólusetta í jólamessur og krefjast bólusetningarvottorðs.
Óbólusett fólk mætti þrátt fyrir það fyrir utan kirkjur og sungu jólasöngva. Finnska lögreglan mætti á staðinn en aðhafðist ekkert og leyfði fólkinu að halda sína messu utandyra.
Prestarnir eru því komnir í hóp þeirra sem að krefjast þess að fólk undirgangist tilraunabólusetningu sem hefur haft í för með sér mörg þúsund prósent meiri aukaverkanir en eldri bóluefni sem hafa fengið eðlilegan þróunartíma. Er því óhætt að segja að prestarnir treysti vísindamönnum betur en almættinu sem skapaði manninn með fullkomið ónæmiskerfi, og rétt er að geta þess að Biblían varar einmitt við því að menn leggi meira traust á hið veraldlega en Guð sjálfan og boðorðin.
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því í fréttum að forsætisráðherra Finna, Sanna Marin hafi brotið sóttvarnarreglur þegar hún fór á djammið á næturklúbb eftir að utanríkisráðherra landsins greindist með kórónuveiruna og átti hún sökum þess að vera í sóttkví. Sanna baðst afsökunar á athæfi sínu og sagði að hún hefði átt að vita betur. Í skoðanakönnun sem MTV3 sjónvarpsstöðin gerði telja tveir þriðju þeirra sem svöruðu að mistök forsætisráðherrans væru alvarleg.
One Comment on “Finnskar kirkjur banna óbólusetta í jólamessur – sungu fyrir utan”
such priests burned women with red hair because they were witches. Their god is not Jesus Christ, but Satan.