Mótmæli gegn útgöngubanni, skyldubólusetningum, bólusetningapössum og öðrum þvingunaraðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirunnar fóru fram í Evrópu um helgina þrátt fyrir jólahald.
Útgöngubann var sett á alla Austurríkismenn fyrir nokkrum vikum og Austurríki er fyrsta ríkið í Evrópu sem hefur boðað skyldubólusetningu fyrir alla landsmenn.
Kanslari Austurríkis sagði við ítalska dagblaðið Corriere della Sera að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til þrýsta á frekari bólusetningar Austurríkismanna en bólusetningahlutfallið í landinu er eitt það lægsta í Evrópu eða um 65%.
Þjóðverjar hópuðust einnig út á götur á jóladag en þar í landi hefur skyldubólusetning á heilbrigðisstarfsfólk verið samþykkt og hafa stjórnvöld lýst áhuga sínum á frekari skyldubólusetningum.
Heilbrigðisráðherra Spánar hefur lýst því yfir að skyldubólusetning verði ekki í landinu en Spánverjar hafa þó innleitt bólusetningapassa. Spánverjar eru auk þess með mun hærra bólusetningahlutfall en Austurríki og Þýskaland.
Mótmæli fóru einni fram utan Evrópu, n.t.t. í Argentínu.
Myndbönd af mómælunum fylgja hér neðar.