Ritstjóri Grapevine við Margréti: ,,Hoppaðu upp í rassgatið á þér“

frettinInnlendar5 Comments

Valur Grettisson ritstjóri Grapevine skrifaði pistil á facebooksíðu sínni þar sem hann fer með fleipur um Frettin.is og segir hana falsfréttamiðil.

Hringbraut gerir frétt úr skrifum Vals en tilefnið er grein Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, á Visi þar sem hún fjallar um hvernig greina megi falsfréttir.

Hringbraut birti frétt sína um Val einnig á facebook síðu sinni og spyr: ,,Er eitthvað til í þessu hjá Val? Á ráðherra að hirta nefndina vegna Möggu Frikka?“

Af einhverri ástæðu þótti Vali tilefni til að tengja Frettin.is við málið og segir orðrétt:

„Ef það væri einhver dugur í menntamálaráðherra myndi hann hirta fjölmiðlanefnd fyrir þennan ótrúlega dómgreindabrest. Þangað til er varla annað hægt en að hlæja að greinaskrifum Elfu og fylgjast með ráðherrum roðna af skömm í hvert sinn sem frettin.is birtist á blaðamannafundum hjá þeim og spyr hvernig tilraunalyf séu að drepa öll börn heimsins samkvæmt öruggum heimildum á AxelPétur.is.”

Í það minnsta er þrennt að finna í hans skrifum sem stenst enga skoðun.

Valur segir að Margrét sem mætt hefur fyrir hönd Fréttarinnar á upplýsingafundi hafi sagt að „tilraunalyf væru að drepa öll börn heimsins.” Þetta hefur Margrét aldrei sagt, né nokkuð þessu líkt.

Þá segir Valur að heimildirnar komi frá AxelPétur.is en Fréttin hefur hvorki birt efni þaðan né vísað í þann vef. Þá fullyrðir Valur einnig að Frettin „dreifi bullinu” frá rússneska miðlinum Russia Today og „og öðrum slíkum áróðursmiðlum.” Fréttin hefur aldrei birt fréttir frá rússneskum miðlum og hefur tamið sér þau vinnubrögð að vísa ávallt í heimildir til að sýna hvaðan efnið kemur.

Fréttin fékk síðan sent skjáskot af umræddum skrifum Vals og vekur athygli að hann vísar þar í grein á Frettin.is sem er frásögn bandarísks ríkisborgara sem hefur lengi búið í Úkraínu og er að deila sinni upplifun af ástandinu þar í landi. Eðlilega þekkir sá maður ástandið betur en Valur Grettisson úr Vesturbænum í Reykjavík og því merkilegt að ritstjórinn taki greinina sem dæmi um ótrúverðuga frétt. Valur virðist því ekki gera greinarmun á falsfrétt annars vegar og frásögn sem honum virðist ekki að skapi, hins vegar.

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar sló á þráðinn til Vals, áður en hún fékk skjáskotið af síðu Vals, og spurði hann hvort Hringbraut hafi haft ummæli hans rétt eftir, þ.e.a.s. að Fréttin hafi sagt að öll börn heimsins væru að deyja úr tilraunaefnum og að heimildirnar væru Axel Pétur. „Vísaði ég í þig persónulega?” spurði Valur. Margrét sagðist þá vera sú sem hafi mætt á upplýsingafundina. Spurði Valur þá hvort Margrét væri að vísa í Hringbraut eða Facebook síðu hans. „Í Hringbraut,”  svaraði Margrét. Valur sagði það rangt að hann hafi haldið þessu fram. „Hvaðan hefur Hringbraut þetta þá,” spyr Margrét. Valur sagði það þá vera á facebook síðu sinni. „Og hvað stendur þar” spyr Margrét. „Væntanlega bara þetta sama...en ég hef ekki séð þetta á Hringbraut,” svarar Valur. „Ertu að kalla okkur falsfréttamiðil,” spyr Margrét þá. Valur svarði því játandi. „Og á hvaða forsendum, geturðu vísað í einhverja falsfrétt,” spyr Margrét þá. „Það er bara allt rugl á þessari síðu,” svaraði Valur og spurði hvort þetta væri viðtal og sagði að ef Margrét myndi hringja aftur þá myndi hann skrifa um það frétt og sagði Margréti að lokum hoppa upp í rassgatið á sér og sleit símtalinu. Valur sendi síðan SMS þar sem hann segir Fréttinni líka að hoppa upp í rassgatið á sér og bætti við að honum fyndust spurningar Margrétar ógnandi.

Skjáskot af færslu Vals má sjá hér:

Image

5 Comments on “Ritstjóri Grapevine við Margréti: ,,Hoppaðu upp í rassgatið á þér“”

  1. „Fyndust spurningar Margrétar ógnandi.“ Almáttugur.. hvar á lífsleiðinni týndi þessi manneskja kúlunum sínum?

  2. Sannleikurinn er óþægilegur að heyra fyrir þessa miðla sem algerlega brugðust flestum sínum skyldum sem blaðamenn seinustu 2 árin. Saga og nú Fréttin eru að standa sig frábærlega með flottar greinar og heimildir. Treysti þessum tveimur miðlum best í dag eftir að hafa skoðað fréttaflutning seinustu 2 árin sérstaklega.

  3. Já sæll. Valur hlýtur að vera í hagsmunahópnum „Hagsmunahóp elítunar“ en ekki í heiðarlegafrásagnahópnum. Saga og Fréttin eru einu fréttamiðlarnir sem segja satt og rétt frá en eru töluð niður af þeim miðlum sem þyggja styrki frá ríkinu. Sveijattan.

  4. Er þetta virkilega karlmaður ?
    Áfram Margrét þú hefur stærri hreðjar en flestir af þessum lýðskrumurum .

Skildu eftir skilaboð