Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að: „þegar að næsti faraldur kemur verðum við að vera undirbúin,“ þetta kom fram í viðtali við sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Þessar fullyrðingar stangast því nokkuð á það sem Kári Stefánsson hefur sagt, en hann sagði nýlega í viðtali að Covid-19 yrði búið í apríl næstkomandi og áætlar að yfir 200.000 manns hafi nú sýkst af Omicron og Delta afbrigðinu, og því gott ónæmi myndast á meðal þjóðarinnar. Sóttvarnalæknir virðist því ekki hafa mikla trú lengur á hjarðónæminu sem þjóðin er búin að mynda og talar því ekki í samræmi við það sem hann hefur áður sagt.
Einn fremsti bóluefna- og veirusérfræðingur Geert Vanden Bossch, segir að Omicron veiti langvarandi mótefni sem einnig virki gegn komandi afbrigðum komi þau fram, en þess má geta að Þórólfur er hvorki bóluefna- né veirusérfræðingur.
Athygli vekur að Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist hafa misst það sama út úr sér í fréttum á RÚV fyrir stuttu, en þar segir hún „þegar“ næsti faraldur kemur en ekki „ef næsti faraldur kemur“ eins og fréttamaður spurði hana að, því hún taldi Ragnheiði hafa mismælt sig.
Er því ljóst að þær opnanir undanfarið og frelsið sem almenningur er loks búinn að endurheimta eftir tveggja ára frelsisskerðingar, virðist vera svikalogn sem mun einungis vara til skamms tíma, því ekki er spurning hvort heldur hvenær næsti faraldur verður samkvæmt sóttvarnalækni.
Klippur af ummælum Þórólfs og Ragnheiðar má sjá hér neðar:
One Comment on “Þórólfur segir annan faraldur framundan, ekki spurning hvort heldur hvenær?”
Þá er um að gera aftur að bólusetja alla landsmenn í rusl en opna landið í rassgat líkt og gert var í COVID, snillingar hér á ferð.